Draupnir - 20.05.1892, Síða 153
149
fyrst um, hvernig Antiókus, er kallaöur var hinu
göfgi (epifanos), inntók Jerúsalem með áhlaupi og:
hversu hann var brott rekinn eptir þriggja ára og:
sex mánaða yfirdrottnan af Makkabeum (Asnion-
eus-sonum); síðan hver óeining varð um ríkið með'
eptirkomöndum þeirra; hversu Pompejus og Róm-
verjar tóku þátt í því, og Heródes Antipatersson-
með liðveizlu Sokíusar gjörði lyktir á yfirvaldi
þeirra; hvernig lýðurinn undir stjórn Agústúsar,.
hins rómverska keisara, og þá er Quintilius Varua
hafði landsstjórn, gjörði uppreist, og hversn ófrið-
ux*inn hófst á hinu tólfta ríkisstjórnar-ári Nerós
keisara; hvað við bar undir Kestíusi og hví Gyð-
ingar bjuggust ákafiega til varnar; hversu þeir
víggirtu landamerkjastaði sína; áhyggja Nerós
eptir fall Kestiusar, að niissa ríki sitt með öllu,
og fjekk Vespasianus herstjórn að halda fram
styrjöldinni; hversu hershöfðingi sá með elzta syni
sínum kom á Gyðingaland; hversu margir hjálpar-
liðsflokkar voru felldir í Galileu og hversu hann
inntók ýmsa staði í landsálfu þeirri og aðrir gáfust
upp á hönd honum. Vil jeg og greina frá fylk-
ingaskipan Rómverja og hersaga þeirra þar; rita
laudslag efri og neði-i Galileu, stærð þeirra, lögun
og landskosti, stöðuvötn og ár eður læki. Á líkan
hátt mun eg annsamlega telja óhainingju hvers
eins staðar, er kom á hendur fjandmönnum, er
jeg hefi sjálfur sjeð og reynt. Skal eigi heldur
dylja harmalega hagi mína, en allt segja me5
hreinskilni, sem jeg teldi þeim, er allt vissu gjörv-
ast. Geta skal jeg og dauða Nerós keisara, þA
er Gyðingaríki hneig að eyðingu, og hversu Vesp-