Draupnir - 20.05.1892, Síða 158
]54
faðir hans, og kom hann á Gyðingaland með
fimmtíu þúsundir fótgönguliðs, fimm þúsundir reið-
manna og áttatíu fíla, til fjallalandsins, og vann
borg litla, sem Bethsúra hjet. Skyndi Júdas sjer
með her sinn á móti honum, þar Bethzakharías1
hjet. Var þar þröngt yfirfarar, og er hvorttveggja
herinn stóð viðbúinn með vopnum, sá Elezar,
bróðír Júdasar, fíl einn, miklu meira en aðra.
Hafði hann turn á baki með gullbúnum reiðtýgjum.
Ætlaði hann, að konungur mundi á honum vera.
JHljóp hann því frá mönnum sínum og hjó sjer
stig gegn um hið fremsta fjandmannahersins, og
sótti inn undir fílinn. En fyrir því að hann mátti
eigi ná upp á hann, til þess er á honum sat, er
hann hugði konung vera, hljóp hann inn undir
dýrið, og lagði það í kviðinn. Fjell það við lagið
til jarðar og marði Eleazar undir sjer til bana,
svo að hann vann eigi frægð með þessu, nema að
voga lífi sínu, og sýndi með því, að hann unni
meir nafnfrægð en lífi. Sat liðsmaður einn á fíln-
um, en eigi konungur, og þóct hann hefði á verið,
mátti Eleazar eigi öðru fram fara en von einni
um hreystiverk. þótti Júdasi þetta ills viti ura
lyktir orrustu, því að þótt Gyðingar berðist lengi
af mikilli breysti, kom svo með liðsmun ærnum
og hamingju konungs, að hann hjelt vellinum.
Margt lá eptir af Gyðingpm, en Júdas flýði með
þá,-er eptir voru, til Gofnas-hjeraðs. Hjelt Antiók-
us áfram við það til Jorsalaborgar, og dvaldist
þar um hríð, en varð að yfirgefa hana sakir vista-
4) þar heitir annara Bethaakhara.