Draupnir - 20.05.1892, Blaðsíða 159
155
skorts. Setti hann þar varnarlið, eptir því sem
honum þurfa þótti, en fór með annan herinn á
Sýrland og settist í vetrarbúðir. þú er konuugur
var á brott, dirfðist Júdas. Dróst og fleira lið að-
honum en það, er hann áður hafði. Atti hann
síðan orrustu við herstjóra Antiókusar við bæ
þann, er Adasa hjet. Og er hann hafði barizt.
með hinni mestu hreysti og fellt marga, fjell hann
sjálfur. Pám dögum síðar var Jóhannes drepinu,
bróðir hans, af konungsmönnum, er í fyrirsátum.
lágu fyrir honum.
2. kap. Frá Mattíasar-sonuvi og Jóhannesi
Hyrkanusv.
Jónatan tók nú forræði eptir Jóhannes. Fórst
honum allviturlega við landsmenn sina, og styrkti
ríkið með því að endurnýja sáttmál við Eómverja.
Sættist hann og við konung, en þó var hann eigi
með öllu þessu óhultur, því að Trýfón, umsjámað-
ur konungs, sat um líf hans og lokkaði frá honum
vini hans; og síðan er hann fór fámennur til
Antiókusar konungs, þar sem Ptolómais hjet, Ijet,
hann taka hann með svikræði. Leitaði hann síð-
an í Gyðingaland með her. En þá hafði Símon,
bróðir Jónatans, tekið við yfirráðum og rak hann
aptur og á flótta. Eeiddist hann því svo mjög,
að hann ljet drepa Jónatan. Pór Símon ágætlega-
með stjórn sína, lagði undir sig nærliggjandi borgir,
þær Gazaro, Joppa og Jamnia, og rak varnarliðið,
úr Akra. Eptir það sendi hann styrktarlið Antiók-
usi konungi móti Trýfón, er hann lá um í Dóra,
áður en hann færi leiðangursförina á Medíu. En