Draupnir - 20.05.1892, Page 160
156
þótt Símon veitti. lið gegn Trýfóni, að fá liann
deyddan, mátti hann þó eigi fylla tilgirnd haus,
því að eigi löngu eíðar, sendi konungur Kendebeús •
hershöfðingja sinn með her í Gyðingaland að eyðá
því og handtaka Símon. En þótt Símon væri
gamall, var hann þó jafnröskur til herfara, sem'
þá er hann var Ungur. Sendi hann sonu sína út
á undan sjer með hið knásta liðið, en hugði að
koma með hið annað sjálfur í opna s'kjöldu. .Ljet .
hanii lið nokkurt hingað cg þangað í fjállaklyptir .
til þess að varða fjallveguna. • En ér til orrustu
kom, fjekk hann fullan sigur. Var bann síðán
gjör höfuðprestur af lýðnum. Gjörði hann með
þessum hætti lyktir á yfirdrottnan Makedóna, er '
varað hafði 170 ára. En Símon var síðan svikinn'
og drepinn að veizlu af dötturmanni sínum, er
Ptolómeus hjet. Eangaði hann og svo sonu hans
tvo og konu, og sendi síðan að drepa hinq þ.riðja
son hans, er .Jóhannés lijet og kallaður v.ar Hyrk-
anus. En hann fjekk njósn af því og fór þegar
í borginar því að.hann þóttíst vita, áð. l^ðurinn
myndi’veita sjer, bæði sökum ástsældar föður síns ■
og nafnfrægðar hans mikillar, og af hatri við
Ptolómeus sakir illvirkja hans. Ptolómeus skyndi
sjer eptir honum allt að borgarhliðum, og leitaði
inn um hlið annað. ■
(Pramhald í 2, ári „Draupnis11). '