Skírnir - 01.01.1937, Page 8
6
Bjarni Thorarensen.
[ Skírnir
Þegar vér lesum þessi ummæli Tómasar um Bjarna,
þá undrumst vér ekki einungis djörfung hans, hana skorti
hann aldrei, heldur miklu fremur skarpskyggni hans, því
aS jafnvel nánustu vinir hans efuSust oft um smekkvísi
hans á skáldskap. Oss kemur til hugar þaS, sem Jónas
Hallgrímsson skrifaSi í vasabók sína um síra Tómas,
þremur árum eftir dauSa hans, aS í raun og veru hefSi
Tómas veriS ,,þaS sem menn kalla Geni. Hann sá oft í
augnabliki, þó hann gæti þá í staS ekki sannaS þaS, margt,
sem viS jafnaldrar hans erum nú búnir aS ná meS lang-
samlegri eftirgrennslan".1) Því aS þessi dómur Tómasar
um Bjarna var sannur, aS svo miklu leyti sem svo stutt-
orSur og órökstuddur dómur getur veriS. Tómas hefur
fundiS hinn heilaga eld stórfelldrar andagiftar í kvæSum
Bjarna, þó aS hann þekkti ekki nema fá þeirra og sum
þau beztu væru óort, þegar þetta er ritaS. Og hann fyll-
ist vandlætingu, vegna föSurlands síns, vegna hinnar guS-
legu gáfu, aS þessi afburSamaSur skuli ekki gera annaS
úr hæfileikum sínum en grípa í aS yrkja fáein tækifæris-
kvæSi. Hann vill eggja jústitsráSiS lögeggjan aS leggja
rækt viS þau andans afrek, sem séu ekki einungis meira
virSi en allur embættisframi, heldur meira en sigurfarir
og keisaradæmi.
II.
ÞaS mætti ætla, aS assessornum í Gufunesi hefSi orS-
iS þaS nokkurt umhugsunarefni, aS hljóta slíka viSurkenn-
ingu og áminningu í senn frá ungum og fluggáfuSum
menntamanni. En af einu ummælum, sem til eru um
ritling Tómasar í bréfum Bjarna, verSur helzt ráSiS, aS
hann hafi látiS sér fremur fátt um finnast.2) AS vísu mun
honum hafa þótt lofiS gott, og vinátta tókst meS þeim
Tómasi síSar. En hvaS vissi þessi ungi maSur í Kaup-
mannahöfn um aSstöSu hans til þess aS iSka skáldskap,
t) Rit, II, 278.
2) Ljóðmæli 1935, II, 327.