Skírnir - 01.01.1937, Page 9
Skírnir]
Bjarni Thorarensen.
hvað vissi hann um allt annríki hans í embætti og búskap?
Bjarni var nú hálffimmtugur, varð amtmaður árið eftir,
enn þá meiri störf hlóðust á hann. Hann gat ekki breytt
kjörum sínum. Skáldskapurinn varð að sitja á hakanum
eins og áður. Það mátti heita gott, ef hann gat gripið í að
yrkja ein eða tvenn erfiljóð á ári og eitt og eitt smákvæði
sér til gamans. Samt hafa ákúrur Tómasar efalaust snort-
ið viðkvæmara streng í brjósti hans en hann vildi sjálfur
viðurkenna. Því að það er ekki einungis, að eftirkomandi
tíminn minnist Bjarna framar öllu fyrir skáldskap hans,
heldur var listamannseðlið ríkasti þáttur í skaplyndi hans
og hæfileikum, þó að það réði ekki starfsferli hans. Bjarna
skorti hvorki virðingu fyrir gildi skáldskaparins né með-
vitund um skáldgáfu sína.1) En hvers vegna lagði hann
þá ekki meiri rækt við hana? Hvernig varð sambúð emb-
ættismannsins og skáldsins í lífi hans? Ummæli Tómasar
eru ekki einungis merkileg vegna þess, að þau eru fyrsti
dómurinn um skáldskap Bjarna, sem sýnir fullan skiln-
ing á gáfum hans, heldur sérstaklega af því, að þau grípa
einmitt á spurningu, sem allt af verður ný fyrir hvern
þann mann, sem fer að íhuga æfi Bjarna, upplag hans
og örlög.
III.
Að Bjarna Thorarensen stóðu í allar næstu kynkvísl-
ir mikilhæfir menn og framasælir. Vigfús sýslumaður,
faðir hans, var sonur Þórarins Jónssonar, sýslumanns í
1) Auðvitað eru líka ýmis önnur merki þess en orð Tómasar,
að skáldskapur Bjarna hafi verið mikils metinn af samtíðarmönn-
um hans. Xavier Marmier, sem var hér á ferð 1836, segir svo: „Einn
er sá maður, sem mjög er nafnkunnur meðal þeirra (o: íslendinga),
og eftir kvæðum hans sækjast þeir mjög. Það er herra Thoraren-
sen, sem nú er amtmaður á Norðurlandi. Hann er sannarlegt skáld
að hugsun og formi, skáld, sem elskar land sitt og yrkir um það af
eldmóði. Eg hitti hann ekki, en hef skrifazt á við hann og hef dáðst
að einlægni hans og lítillæti. ICvæði hans eru enn þá á víð og dreif,
en allir íslendingar eru þeim þaulkunnugir“ (Lettres sur L’ Is-
lande, Paris 1837, 358. bls.).