Skírnir - 01.01.1937, Síða 12
10
Bjarni Thorarensen.
[Sk.rnir
aS skrópa úr skóla lífsins með því að leita þar athvarfs.
Því að það var rétt hjá Tómasi, að ef honum hefði verið
það fullkomlega ljóst, hvers virði bókmenntirnar voru
þjóðinni og kvæði hans þeim bókmenntum, þá gat hann
látið kveðskapinn sitja í fyrirrúmi fyrir ýmsu öðru, sem
hann fekkst við.
En þrátt fyrir strangleik Bjarna og skapstyrk, var
skáldeðlið of ríkt í honum til þess að ráða ekki miklu um
örlög hans. Hann var allt af mislitur sauður í flokki hinna
hátt settu, konunglegu embættismanna. Um hvaða menn
yrkir hann sín beztu erfiljóð? Ekki um virðingamenn þá,
sem gengu sömu braut og hann sjálfur, heldur um vand-
ræðamenn, misheppnaða hæfileikamenn, sem samtíðin
hafði hneykslazt á, hrakið í urð út úr götu, af því að þeir
æptu ekki eftir nótum og bundu ekki bagga sína sömu
hnútum og samferðamenn. Þegar hann yrkir um þá Sæ-
mund Hólm og Odd Hjaltalín, er hann um leið að yrkja
sín eigin eftirmæli.1) Þar kemur að vissu leyti fram sökn-
uður hans yfir að hafa ekki lifað meir eftir sínu eigin
höfði en hann hafði gert. En kvæðin eru líka málsvörn
hans. Hann hafði reynt að rata meðalhófið milli stöðu
sinnar og eðlis síns, en hvorugu fullnægt. Sem assessor,
jústitsráð og amtmaður var hann aldrei nógu borgara-
legur. -Óvinir hans fundu honum til foráttu, að hann væri
drykkfelldur og grobbinn. Hann var of örgerður og ógæt-
inn í orðum til þess að valda ekki stundum hneykslum. Þó
að hann vildi vera strangur, gat hann það ekki allt af.
Hann hefur hjartanlega gaman af því, þegar síra Sæ-
mundur Hólm mætir fullur í réttinum.2) Honum hefði efa-
laust verið það vænlegra til metorða og frama, að vingast
við Magnús Stephensen, frænda sinn, en yrkja níð um
hann. Og þó að hann klifi hátt í hlíð hefðarinnar, þá undi
hann þar ekki, langaði niður í gleðidalinn, þar sem menn
skemmtu sér á frjálsan og eðlilegan hátt. Hann er sá ís-
1) Smbr. Kvæði, 1884, XLIV.
2) Ljóðmæli 1935, II, 110—11.