Skírnir - 01.01.1937, Side 14
12
Bjarni Thorarensen.
[ Skírnir
tekið undir með Esaias Tegnér: Egentligt levde jag blott
dá jag kvad: í rauninni lifði eg aðeins, þegar eg orti.
Slíkum mönnum opnar andagiftin nýja heima, nýja
reynslu, sem er allri hversdagslegri gleði meiri. Þeir
hljóta að kastast milli sælu þessara stunda og saknaðar
þeirra. Þeir finna það bezt sjálfir, að list þeirra er þess
oftast vanmegnug að láta reynslu þeirra í Ijós á viðun-
andi hátt. Og í samanburði við þessi augnablik verður
jarðlífið þeim eins og skuggatilvera. Ef vér horfum á
myndina af Bjarna, sem gerð var þegar hann var fimmt-
ugur, sjáum vér viðkvæman og þunglyndislegan söknuð í
svipnum, eins og hann sé að dreyma um missta paradís.
Og þjóðin má sakna þess, að slíkum afburðamanni
skyldi ekki auðnast að skapa meira af snilldarverkum. Ef
vér berum Bjarna saman við Einar Benediktsson, sem
snemma gerir sér það ljóst, að skáldskapurinn er aðal hans
og óðal, og skapar sér skilyrði til þess að gera sem mest úr
gáfu sinni, án þess að þurfa að hafa hana að atvinnu, leit-
ar sér yrkisefna um víða veröld, — þá skiljum vér, að
kvæði Bjarna gátu ekki orðið nema brot og sýnishorn af
því, sem í honum bjó, eins og æfi hans var háttað.
En það er enn ein hlið á þessu máli, sem nokkur
ástæða er til að minnast á, ekki sízt á vorum dögum. Vér
skulum bera Bjarna saman við það samtíðarskáld, sem
hann dáðist mest að og varð fyrir mestum áhrifum af,
Adam Oehlensehláger. Oehlenschláger fekk að helga sig
allan skáldskap sínum, gera hann að æfistarfi sínu. Hann
fekk ekki einungis að yrkja, heldur átti að yrkja, varð að
yrkja og yrkja sem mest. Hann orti ekki einungis mikið,
heldur margt stórvel, einkum framan af æfinni, en oft
varð hann líka að þynna skáldamjöðinn, svo að hann varð
næsta vatnsborinn. Hlutskipti hans varð eins og atvinnu-
skálda nútímans, sem verða að gefa út bók fyrir hver jól,
hvort sem andinn er viðlátinn eða ekki, og þó að allt það,
sem þau hafa í raun og veru að segja heiminum, gæti eins
vel rúmast í einu bindi eins og 50 bindum. Mörg þeirra
mættu taka undir með Jóni Ólafssyni: