Skírnir - 01.01.1937, Side 15
Skírnir]
Bjarni Thorarensen.
13
Ungum lék mér löngun á
að lifa til að skrifa;
sköp hafa því svo skipt, eg má
skrifa til að lifa.
Að vísu er enginn samanburður á því, hve miklu meira
Oehlenschláger feklt afrekað til þess að frjóvga danska
menningu og bókmenntir heldur en Bjarni gat gert fyr-
ir íslenzkt menntalíf. En hitt efast eg um, að nokkurt
einstakt kvæði Oehlenschlágers sé enn þá jafnlifandi og
í raun og veru jafnstórfellt og beztu kvæði Bjarna. Bjarni
gat að vísu stundum setzt við að yrkja kvæði, án þess að
andinn byði honum. Þau voru betri en kvæðin, sem Jón
Johnsonius barði saman eða Finnur Magnússon prjónaði,
en það eru ekki þau, sem halda nafni hans á lofti. Það
gera þau kvæði, sem hann yrkir, þegar andagift hans
brýzt undan fargi annríkis og umsvifa, eins og eldur und-
an jökli, þar sem lífsreynslu hans er þrungið saman í fá-
ein erindi, myndir og líkingar sækja á hann og hrannast
upp eins og jakar í hlaupi. Fyrir eftirkomandi kynslóðir
að minnsta kosti, sem hafa engan tíma til þess að lesa heil
bókasöfn, er eitt slíkt kvæði meira virði en heilir doðrant-
ar, þar sem verður að tína gullkornin úr hrúgum af gjalli
og sora. Þessi svipur á meistaraverkum Bjarna stendur í
nánu sambandi við lífskjör hans eins og þau voru. Það er
svipur brotanna, sem knýr lesandann til þess að verða
með í verki, yrkja í eyðurnar, af því að andann grunar
enn þá fleira en augað sér. Það er ekki skáldskapur, sem
frjóvgar sléttlendið, heldur brýzt hann í gljúfrum, í foss-
um og strengjum. Ef mikils er misst, þá er líka mik-
ið unnið.
Þess vegna skulum vér hvorki ásaka Bjarna fyrir
vanrækslu gáfna sinna né örlögin fyrir hlutsKÍpti hans í
lífinu. Vér vitum, hvað vér höfum hreppt, en aldrei, hverju
vér höfum sleppt. Verk hans munu standa í íslenzkum
bókmenntum, fá og stór, eins og hnúfur hinna hvítu jökla,
sem honum voru svo hugstæðar. Og minning mannsins,