Skírnir - 01.01.1937, Page 17
Njála og Skógverjar.
Eftir Einar Ól. Sveinsson.
I.
Það kann að koma fyrir stundum, að listaverk njóti
göfugs faðernis, en um íslendingasögur á það ekki við,
og er ástæðan einföld. Þótt þær reki svo margar ættir,
rekja þær þó ekki sína eigin ætt. Hvergi fylgir nafn
þess, er söguna skráði. Þetta steinhljóð um höfundana
er svo þrotlaust, að ýmiskonar kynlegar hugmyndir
geta sótt að mönnum. Að þær eigi enga höfunda. Að
þær séu þjóðarinnar verk. Auðvitað eru þær hennar
verk, eins og sérhvért það listaverk, sem skapað er af
draumum hennar og dáðum, en þjóðin talar fyrir munn
einstakra sona sinna. Það er stundum komizt svo að
orði í bókum, að þá eða þá hafi ,,einstaklingurinn“
komið fram eða verið fundinn. Sannindi þeirrar hug-
myndar hafa mér aldrei skilizt. En hafi sú tíð ein-
hverntíma verið, hefir það v.erið fyrir íslands byggingu.
Því betur sem íslendingasögur eru rýndar niður í kjöl-
inn, því gleggri mun einstaklingssvipur þeirra reynast.
Og nafnleysi höfundarins — er það ekki sameinkenni alls
þorra miðaldabókmennta okkar; hver orti Völuspá, Loka-
sennu, Darraðarljóð, Sólarljóð? Enginn veit, en verkið
sýnir, að það er ekki á allra færi.
Hver orti? Hver skráði? Fyrir hvern? Til hvers? Þetta
eru spurningar, sem hljóta að gera vart við sig. Og af því
að fornsögurnar eru svo merkilegar bókmenntir, hafa
þær við og við freistað manna til að reyna að svara, og
þær munu að halda áfram að gera það. En það er eng-