Skírnir - 01.01.1937, Page 18
16
Njála og Skógverjar.
[Skírnir
in ástæða að dyljast þess, að oft munu verða hæpin
þau höfundanöfn, sem upp kunna að verða grafin; er
það alveg að vonum. Undantekning er það, að höfund-
ur nefni sig sjálfur („en ,ek heitek Are“), sjaldgæft,
að síðari tíma menn geti eldri sagnaritara. Og ekkert
slíkt á við um Islendingasögur; þar drottnar sá smekk-
ur, að meistarinn eigi að dyljast bak við listaverkið.
Og frá ritunartíma þeirra eru helzt varðv.eitt nöfn
slíkra manna sem létu á sér bera, tóku þátt í deilum
og stórræðum — en rithöfundurinn, listamaðurinn hefir
á öllum tímum eins oft setið hjá, þegar mest gekk á,
verið áhorfandi og íhugandi, ef til vill klerkur við ein-
hverja kirkju, kannske hirðmaður eða fylgdarmaður
höfðingja, kannske líka farmaður, ævintýramaður, bolié-
me — eða þá kyrrlátur bóndi. Snorri var umsvifamikill
hötðingi; það er vissast að sverja ekki fyrir, að Sig-
hvatur eða Þórður bræður hans kunni að hafa setið við
bókfell með penna í hönd í tómstundum sínum, .en eins
oft hafa það þó verið menn, sem minna létu til sín taka;
þeir eru kannske af hendingu nefndir í einhverri ættar-
tölu — eða þá hvergi.
Þó að vonlítið sé, svona upp og ofan, að bent
verði á nöfn hinna fornu rithöfunda, þá eru töluverðar
líkur til, að komast megi nær uppruna sagnanna en gert
hefir verið. Það er sennilegt, að alloft mætti finna um-
hverfið, þar sem þær urðu til, hina fyrstu áheyrendur og
ekki sízt þær ættir, sem að þeim stóðu. En til þess að
slíkt megi takast, verður fyrst og fremst að glöggva
sig á, hvar og hvenær listaverkið er til orðið. Það er
óhjákvæmilegt skilyrði þess, að þetta megi takast.
Eins og að líkindum lætur, hafa á stöku stað
sézt tilraunir til að benda á, með hvaða mönnum Njáls
saga muni upp runnin. En líklega er þó ekki ástæða til
að taka það öðruvísi en vel upp, að þess sé enn freistað
að tengja þetta verk við samtíð sína. Það má segja, að
listaverkið sé litlu bættara, þó að fengin væri vitneskja
um uppruna þess, því síður, þegar ekki er sett hærra