Skírnir - 01.01.1937, Blaðsíða 20
18
Njála og Skógverjar.
[Skírnir
nánari skýringar á skoðunum Finns, sem hann hafði áð-
ur sett fram; nýjar röksemdir voru þar fáar.
Að öðru leyti var tímasetning mín ekkert nýstár-
leg. Það var viðurkennt af öllum, að í sögunni væri
margt það, sem benti á síðustu áratugi 13. aldar. Ég
dró öll dæmi saman um það, sem ég kom auga á; var
það bæði vegna sjálfs mín og annara. Vera má, að
skotið hafi upp hjá mér eitthvað svipaðri hugsun og
Jóni Helgasyni, þegar hann gaf út kvæði Bjarna
Thórarensens; til þess að komast hjá þeirri skapraun
að sjá einstaka kveðlinga prentaða út um hvippinn og
hvappinn — og þá útlagt sem þetta væri einhver opin-
berun — tók hann það ráð að prenta þá alla.
Sagan virðist þá vera frá síðustu áratugum 13.
aldar — það getur verið hagræði að nefna ákveðna
tölu, t. d. 1290, en treysta annars ekki á hana. Kalla
má, að skáld og listamenn skapi verk sín á hvaða tíma
sem er, eftir að þeir eru á annað borð komnir til vits og
ára, en algengast mun, að menn skapi þroskuðustu
verkin þetta fertugir, fimmtugir. Þó var Dostojefskij hátt.
á sextugsaldri, þegar hann skrifaði „Bræðurna Kara-
masoff“, Aischylos skrifaði „Prómeþevs bundinn" um
sextugt, en þríleikinn um Órestes 67 ára. Nú er það
kannske ekki tómur hugarburður, að Njála sé ekki verk
kornungs manns, heldur hafi höfundur hennar heyrt
og séð margt, lært margt, kannað hugi margra manna,
og ástríðurnar í sögunni séu ekki með blæ ungs hjarta..
Bæði þau skáld, sem ég nefndi, höfðu skrifað margt
og mikið áður en þessi snilldarverk urðu til. Um höf-
und Njálu er ekkert vitað, en það virðist ólíklegt, að
hann hafi ritað nokkuð annað af fornritunum en þessa
einu sögu; stíll hans ætti ekki að geta leynt sér. Að
gera ráð fyrir týndum ritum er alltaf neyðarúrræði.
Líklega hefir hann verið einnar bókar maður. Um ritun
fornsagnanna er allt óvíst; sjálfsagt hafa höfundarnir
lært sögulist af eldri sögum. Ef til vill hafa þeir lært
hana svo vel, að þeir höfðu á takteinum það sem þeir