Skírnir - 01.01.1937, Page 21
Skírnir]
Njála og Skógverjar.
19
vildu segja, þ.egar þeir stóðu augliti til auglitis við bók-
fellið. Eða þá að þeir höfðu ráð við: skrifuðu þeir kann-
ske minnisgreinir á vaxspjöld, uppkast að einstöku
þáttum á skinnsnepla? — þetta var ekki svo ótítt á
niiðöldunum, og í því gat verið mikilsverður undir-
búningur og nóg æfing. Ef slíkur undirbúningur hefir
att sér stað, sem ekkert v.erður sagt um, eru allar minj-
ar hans horfnar, ekkert er eftir nema fullgert lista-
verkið. —
Að öllu þessu athuguðu mætti búast við, að sögu-
ritarinn væri fæddur þetta 1240—50, varla mikið fyrir
1230.
Um heimkynni sögunnar gefur staðþekking hennar
iangmestar bendingar: góð staðþekking í einhverju
héraði sýnir, að þar hefir höfundurinn dvalizt lang-
dvölum — en vitanlega hvorki, að hann sé fæddur þar
ne riti þar söguna. í því, sem á eftir fer, verður jafnan
aS hafa þennan fyrirvara í huga. Um „heimkynni“
Njálu hafa verið mjög skiptar skoðanir, en mér virðist
þeir hafa ótvírætt mest til síns máls, sem telja höfund-
lan af Suðausturlandi, eins og Guðbrandur Vigfússon
a síðari árum, Brynjólfur frá Minnanúpi, Kálund og
aðrir. Aftur virðist mér ýmislegt óljóst í staðfræði
Rangárþings fyrir v.estan Seljalandsmúla, þegar frá al-
bingisleiðinni dregur, en hana hefir söguritarinn sýni-
i^ga farið, líklega oft. Og „á Breiðafirði hefir Njálu
OMthor að vísu ókunnugur verið“, eins og Árni Magnús-
s°n komst að orði. Staðþekkingin á Suðausturlandi
niælir auðvitað með því, að þar hafi höfundur verið
iangan aldur, því að þangað áttu ekki svo ýkjamargir
ieiðir úr öðrum héröðum, sízt svo að þeir yrðu þar
kunnugir til að muna af ferðum einum. En til alþingis
iágu allar leiðir.
Þetta var í sem skemmstu máli niðurstaðan um
»heimkynni“ sögunnar. Ég vil ekki draga dulur á, að
niálið er torvelt viðfangs, höfundurinn sýnir oft undar-
iegt hirðuleysi um staðfræði. Einkum er vont að eiga