Skírnir - 01.01.1937, Síða 22
20
Njála og- Skógverjar.
[Skírnir
við Rangárþing. En ég hef þó ekki komið auga á betri
skýringu á þessu ,en þá, sem að ofan var sagt frá.
Síðari helmingur 13. aldar, Suðausturland — þetta
ætti þá að vera tími og staður söguritarans. Hvað var
þar að sjá og heyra, hvaða menn, hvaða atburðir, hvaða
menntir?
III.
Það yrði of langt mál hér að fjalla um hið síð-
astnefnda, menntir í þeim hluta lands. Ekki af því, að
vitnin um það séu svo mörg, heldur þvert á móti, en
fyrir bragðið þyrfti að draga dæmi saman úr mörgum
áttum og leiða líkur að mörgu. En af því að þetta
skiptir nokkru máli fyrir það, sem á eftir fer, verður
þó ekki hjá því komizt, að minnast lítillega á það.
í fljótu bragði mætti virðast, að menntir hefðu
ekki verið á háu stigi um þessar slóðir. Hvergi er sagt
frá sagnaskemmtun, eins og í brúðkaupinu á Reykhól-
um, sagnalestri, eins og á Hrafnagili, kvöldið áður en
Þorgils skarði var drepinn. Ekkert er vitað um vísindi,
rímfræði, málfræði, tölvísi. Veraldleg sagnarit utan
Njálu eru engin varðveitt. Og frá veraldlegum skáld-
skap segir ekkert í heimildum — nema einni vísu eftir
Orm Svínfelling!
Auðvitað gefur þetta ekki rétta hugmynd um á-
standið. Samtímis Ara fróða sagði Kolskeggur Ásbjarn-
arson fyrir um landnám í sunnanverðum Austfirðinga-
fjórðungi. Frá Austurlandi er heill flokkur sagna, og
má kannske þykja einkennilegt, ef ekkert hefir verið
skrifað af sögum í Skaftafellsþingi. Hvað um það,
Landnáma sýnir, að þar hafa verið sagðar sögur frá
landnámsöld og söguöld. Og kunnugt er um eitt helgi-
kvæðaskáld úr þessum héröðum, Gamla kanoka í
Þykkvabæ, og sýna kvæði hans, að þar hafa menn
kunnað full skil á listarreglum veraldlegs kveðskapar.
Auk þess koma fyrir í Njálu vísur frá ýmsum
öldum, líklegast annað hvort rangæskar eða skaft-
fellskar. Og í henni eru brot af þr.emur ritum: frásögn