Skírnir - 01.01.1937, Side 26
24
Njála og Skógverjar.
[Skírnir
hafa haft áhrif á hann. Það er ekki víst, að það hafi verið
ónýtt fyrir hann að kynnast ritsnillingnum, þýðanda Alex-
anders sögu. Og mundi ekki maðurinn, hinn víðkunni og
áhrifamikli kirkjuhöfðingi, hafa verið honum eftirminni-
legur. Heilráður og sáttfús, ráðagerðarmaður og friðgerð-
armaður — mundi ekki hugurinn stundum hafa hvarflað
til hans, þegar höfundurinn var að skrifa um gamla NjáL
Hafði hann kannske séð af skáldlegri skyggni sinni, að í
huga Brands, eins og Njáls, eins og margra vitsmuna-
manna, var stundum eitthvað hált, þó að hjartað væri
„gull, ef á var reynt“?
Hér að framan hefir verið bent á ýmislegt, sem tengdi
höfund Njálu við klaustrið í Þykkvabæ. Var hann kannske
munkur þar? Það þykir mér afar hæpið. f Njálu er ekkert
klaustraloft. Höfundurinn virðist hafa alið aldur sinn úti,
þar sem lífinu var lifað, hann sér mannlífið ekki í fjarska
gegnum klausturglugga. Hann hefir sjálfur tekið þátt í
stóratburðum. Frekar væri hann veraldarklerkur en munk-
ur, enn frekar þó leikmaður. Hann gat fyrir því komið að
Þykkvabæ, dvalizt þar um stund, haft gagn af menntum
klausturbúa. Hann gæti líka verið kanoki á efri árum og
skrifað þá söguna — í hlé fyrir stormum lífsins, sem hann
hafði verið úti í lengst af ævinni.
IV.
Höfundur Njálu erfði frá fyrri söguriturum þá list-
arskoðun, að allar persónur listaverksins ættu að fá að
njóta verka sinna; söguritarinn átti að vera óhlutdrægur
reifingarmaður, sem hvorki spillti né fegraði málstað
þeirra. Þetta veitir sögunum tignan og stillilegan svip. En
auðvitað lifði söguritarinn í og með efninu, hann bar í
brjósti dulda ást og hatur á söguhetjunum, bak við hlut-
leysið eru ótal persónulegar ástæður. Smám saman má
kynnast höfundunum og komast að sumu af þessu. Af
útsmognum Sturlungumönnum má læra að skilja dylgj-
urnar, sem leynast bak við þurrafrost Sturlu Þórðarsonar.
Það veitti ekki af, að höfundur Njálu ólst upp í þess-