Skírnir - 01.01.1937, Síða 29
Skírnir]
Njála og Skógverjar.
27
inni Njál og Bergþóru og Njáls sonu, sem beztan, eftir
því sem efni stóðu til, að mér þykir langlíklegast, að hann
meti það við Flosa, að hann var Svínfellingur.
En ef ættrækni hefði haft einhver áhrif á lýsingu
Flosa, hvað um aðalsöguhetjurnar, Njál á Bergþórshvoli
og sonu hans? Væri ekki hugsanlegt, að það væri ein á-
stæða þess, að skáldið fór að sökkva sér ofan í þetta efni,
Brennu-Njáls sögu? Og þess, að hann tók það efni þeim
tökum, sem hann gerði? Jú, víst mætti láta sér detta í hug.
Á ýmsum stöðum í Njálu er þess getið, að frá þeim,
sem þar koma við sögu, séu komnir tilteknir menn eða ætt-
ir á síðari öldum. Frá Úlfi aurgoða eru Sturlungar „komn-
ir ok Oddaverjar“, síðan er rakin ættin til Sæmundar
fi'óða; „en frá Valgarði er kominn Kolbeinn ungi“ (25.
kap.); frá Sigfúsi Elliða-Grímssyni er rakin ætt til Sæ-
mundar fróða (26. kap.); frá Guðmundi ríka er „komit
allt it mesta mannval á landinu“, segir sagan, „Oddaverjar
ok Sturlungar ok Hvammverjar ok Fljótamenn ok Ketill
byskup ok margir 'inir beztu menn“ (113. kap.); hér nefna
tvö handrit (A og E) líka Þorvarð Þórarinsson, sem er
nógu eftirtektarvert, þó að það komi ekki frumtextanum
við. Ef að er gáð, kemur í ljós, að hér er aðeins að ræða
um menn eða ættir, sem hvert mannsbarn á landinu kann-
aðist við. En auk þess er tekið fram, að einn sona Holta-
Þóris hafi verið Þorleifur krákur, „er Skógverjar eru frá
komnir,“ (20. kap.). Hverjir voru þeir?
Skógverjar draga nafn af Skógum, tveimur bæjum á
austurenda Eyjafjallasveitar. Nokkurn spöl austar er Jök-
ulsá á Sólheimasandi,og teygir grásvört sandauðnin sigvest-
ur með grænum brekkum, þar sem bæirnir standa. Vestan
við Ytri-Skóga fellur Skógá ofan af brún í hvítum, reglu-
legum fossi. Hér nam land í öndverðu Þrasi hinn gamli
Þórólfsson; Hauksbók segir, að bær hans hafi verið nefnd-
ur Þrasastaðir, en annars er dálítið erfitt að átta sig á,
hvar þeir hafi verið, enda má vel leiða það mál hjá sér í
þetta sinn. Frá Þrasa er í Landnámu rakinn karlleggur
niður á 13. öld, hann þrýtur með Hildi Skeggjadóttur, en