Skírnir - 01.01.1937, Page 30
28
Njála og Skógverjar.
[Skírnir
hana átti Njáll Sigmundarson. Þessir fyrri Skógverjar
tengdust mægðum við ýmsar ættir, svo sem Gilsbekkinga;
Guðrún Brandsdóttir úr Skógum var gift Grími Loðmund-
arsyni föðurbróður Sæmundar fróða, af þeim var kominn
Brandur biskup og Hvamm-Sturla. Annars eru þessir eldri
Skógverjar gildir bændur, en ekki höfðingjar.
Þorleikur I Þrasi i Jörundur goöi
1 Bolli l 1 Geírmundur i 1 Úlfur aurgoöi i
l Bolli l Þorbjörn 1 Svartur
Herdís Brandur Loðmundur
Þorvör cv> 1 Skeggi Guörún cv> Grímur 1 Sigfús pr. 1
Styrmir Bolli Sæmundur Svertingur Sæmundur
i i i fróöi
Slgmundur Skeggi Brandur Vigdis
i Njáll oa 1 Hildur biskup 1 Hvamm-Sturla
I
Skeggi
Hinir yngri Skógverjar eru komnir af Njáli og Hildi,
þeir eru vel kunnir menn á 13. öld, en ekki eru þeir heldur
höfðingjar. Hvernig eru nú Skógverjar komnir frá Þor-
leifi krák? Engin vitneskja er um mægðir eldri Skógverja
og niðja Þorleifs. En þegar þess er gætt, að með yngri
Skógverjum finnast nöfnin Njáll og Krákur, og ekki fyr,
verður að telja mjög líklegt, að Njáll hafi einmitt verið
niður Þorleifs og þá hafi ættirnar ter.gzt. Það er gott að
hafa í huga, að bæði nöfnin Njáll og Krákur voru mjög
sjaldgæf, því að á undan Njáli í Skógum er ekki hægt að
benda nema á tvo menn á Suðurlandi með sama nafni, en
það eru Brennu-Njáll og Njáll Herlaugsson, bróðir Skalla-
Gríms; helzt er að nafnið breiðist út eftir að sagan er
skrifuð! Og Krákur, viðurnefni Þorleifs, sem breytzt hefir
í reglulegt mannsnafn, er svo fátítt á Suðurlandi, að það
bera aðeins Krákur Njálsson í Steinum og auk þess Krákur
á Hlíðarenda, um 1200, af ókunnri ætt. (í Sturlungu er
nefndur Kraki eða Krákur sendimaður Þórðar Andrés-