Skírnir - 01.01.1937, Qupperneq 31
Skírnir]
Njála og Skógverjar.
29
sonar; óvíst er um nafnið.) Nú mætti spyrja, hvort það sé
rétt, sem Njála segir, að þeir bræður Þorleifur hafi átt
bú annað í Skógum (146. kap.). Það gæti vitanlega verið,
og þá heldur í Eystri-Skógum. Hitt er þó líka mögulegt, að
þetta sé misskilningur og þeir frændur hafi ekki komið
nærri Skógum fyrr en löngu síðar. En þar sem það er alveg
vafasamt, verður ekkert af því ráðið.
Skógverja hinna síðari er getið á ýmsum stöðum, í
Landnámu, Sturlungu, annálum, ártíðaskrám og fornbréf-
um; vanalega eru þó nöfnin tóm; aðeins örsjaldan þykj-
umst vér sjá gegnum þoku einhverja andlitsdrætti. Ég skal
nú í stuttu máli gefa yfirlit yfir þá frændur á 13. öld. Njáll
og Hildur áttu tvo sonu og eina dóttur, sem kunnugt sé um,
Skóga-Skeggja, Krák í Steinum og Álfheiði. Njáll kemur
annars ekki við sögu; við vitum ekki, hvort hann var nokk-
uð líkur nafna sínum; hann andaðist 24. marz 1236. I
Skógum gerðist á hans dögum sættafundur Sæmundar í
Odda og Sigurðar Ormssonar, 1221 sættarfundur Lofts
Pálssonar og Þorvalds í Hruna, þar var þá staddur Ormur
Svínfellingar með þrjá tigu manna: „hann gengr á milli
ok ferr vel með sér.“ Það kynni að vera, að hann hafi átt
dálítið erindi við Njál bónda þá eða öllu heldur eittlivað
síðar, og hafi verið á biðilsbuxum, því að upp úr þessu
takast tvöfaldar mægðir með Skógverjum og Svínfelling-
um; Njáll giftir Ormi Álfheiði dóttur sína, en Ormur
gifti Skeggja Njálssyni systur sína Solveigu. Ormur og
Álfheiður áttu, sem kunnugt er, þrjá sonu og eina dótlur:
Sæmund, Þóru, Guðmund og Orm, sem var fæddur eftir
dauða föður síns.
Skeggi bjó í Skógum eftir föður sinn. Þau Solveig áttu
5 börn: Klæng, Þorstein, Eyjólf, Jón prest og Arnbjörgu.
Skóga-Skeggi kemur lítið við sögu, en hann hefir verið
mikilsvirtur maður. Hann gerði með Brandi ábóta (og
Þorgilsi skarða og Gizuri Þorvaldssyni) um víg Ormssona
1252. Skeggi andaðist 24. ágúst 1262.
Eftir Skeggja bjó í Skógum Eyjólfur, hans son var
Brandur í Skógum (d. 1331), sem hefir verið kunnur mað-