Skírnir - 01.01.1937, Page 32
30
Njála og' Skógverjar.
[Skírnir
ur á sínum dögum. Um séra Jón Skeggjason er ekkert
kunnugt nema nafnið. Arnbjörg var gift Guðmundi Þor-
steinssyni í Skarðinu eystra á Rangárvöllum, sem vel má
hafa verið af ætt Eyjólfs hins óða og Halls prests Þor-
steinssonar, sem bjuggu þar um 1200 og koma við Guð-
mundar sögu dýra. Um þá bræður Klæng og Þorstein er
mest vitað allra þeirra ættmanna, og kem ég að þeim síðar.
Sigmundur Skegggi
' 1 I
Njáll rv) Hildur
(+1236)
Skóga-Skeggi (f 1262) eoSólveig Jónsdótiir Sigmundars. Krákur í Steinum Álfheiðuroo Ormur Svínfellingur (fl241) 1
Klængur Þorsteinn Eyjólfur Jón | (f 1297) | pr. Skeggi Brandur í Skógum Arnbjörgoa Guömundur Þorsteinsson i Skaröi Sæmundur Guömundur Ormur (f. 1233) (f. 1241/2)
Nú má rifja upp: Njála nefnir Skógverja eina fyrir
utan höfðingjaættir. Þeir eru komnir af náfrændum Njáls.
Með þeim er Njáls nafn í metum haft. Þeir eru í tvöföldum
mægðum og margfaldri vináttu við Svínfellinga. Allt finnst
mér benda á, að með þeim ættmönnum frekar öðrum hafi
gengið frásagnir af Njáli á Bergþórshvoli og sonum hans,
frásagnir, sem orðið hafa frækornið, sem Brennu-Njáls
saga spratt af, eftir að hafa annars orðið fyrir margvís-
legum áhrifum úr ýmsum áttum.1)
Og hér má bæta við. Tímans vegna gæti höfundur sög-
unnar hafa séð Skóga-Skeggja, hitt er hæpið, að hann hafi
munað Njál. Hann gat verið jafnaldra Skeggjasonum, hann
gat líka verið yngri. Það er ef til vill ómaksins vert að
athuga ögn nánar það, sem um þá er vitað, þar sem þeir eru
1) Þó að það standi á engu, skal þess getið, að það var vetur-
inn 1926—27, að ég veitti fyrst athygli þeim líkum, sem mæla með
því, að Njála standi í einhverju sambandi við Skógverja. Síðar hef-
ir Magnús Sigurðsson látið þá skoðun í ljósi (sjá Lögberg 1928,
nr. 26—27), að Skógverjar muni vera heimildarmenn — en Snorri
Sturluson söguritarinn!