Skírnir - 01.01.1937, Síða 33
Skírnir]
Njála og' Skógverjar.
31
einu Skógverjarnir, sem hægt er að gera sér verulega hug-
mynd um; við sjáum þar líka einstök atriði úr tengslum
þeirra austur á bóginn.
V.
Um aldur Skeggjasona verður nokkuð ráðið af líkum.
Eftir aldri Ormssona hefir Ormur fengið Álfheiðar heldur
seint en snemma á þriðja tug aldarinnar. Um eitthvað líkt
leyti hefir Skeggi líklega kvænzt Solveigu. Þorsteinn dó
1297, og má hann vera fæddur t. d. snemma á fjórða tug
aldarinnar, því að þeir Klængur voru með Ormssor.um
Sæmundi og Guðmundi 1252, þegar þeir voru af lífi teknir,
líklega kornungir menn. 1 Svínfellinga sögu er Klængur
talinn fyrstur barna Skeggja, eins og hann hafi verið
elztur; annars stendur það á engu.
Hve ungir Skeggjasynir voru, þegar þeir fóru til
Svínafells, er alls óvíst, en þeirra er ekki getið fyrr en við
deilur Sæmundar og Ögmundar í Kirkjubæ, og voru þeir
þá fylgdarmenn Ormssona. Svo var háttað, að eftir lát
Orms Jónssonar 1241 hafði Ögmundur fjárforræði fyrir
sonum hans, og var Guðmundur í fóstri með Ögmundi, en
Sæmundur hefir líklega verið með móður sinni, fyrst að
Kálfafelli, síðan að Svínafelli. Við þessi völd og mægðir
V1ð Svínfellinga tók Ögmundi að þrútna metnaður. Honum
er svo lýst, að hann var manna mestur og sterkastur, vel á
S1g kominn, rauðhár, þykkur í andliti, digurnefjaður og
bjúgt nokkuð svo nefið, fámæltur hversdagslega. Hann
hélt sér mjög fram um héraðsstjórn, líka eftir að Sæmund-
ur tók við goðorði eftir föður sinn; hefir honum verið þvert
um geð að missa völdin í hendur hálfvöxnum unglíngi.
En Sæmundi, hinum unga, kynborna manni, sem ólst upp
V1ð ráðríki og ótillátssemi Ögmundar, óx smám saman hat-
ur í brjósti, og af því að hann fann, að hann hafði í fullu
tré við Ögmund, gerðist hann óstilltari og helzt til óðfús
uð brjóta hann á bak aftur. Nú mægðist Sæmundur við
Sturlunga, og hefir hann talið sér að því mikið traust.
Gerðist hann framgjarn; hann var hinn bezti búþegn, hann
hafði aldrei færri eftirgöngumenn en fimmtán, þá er