Skírnir - 01.01.1937, Qupperneq 34
32
Njála og Skógverjar.
[Skírnir
fygldu honum jafnlega, en oft fleiri, segir sagan — sn þó
var hann of fámennur, þegar mest á reið. Guðmundur bróð-
ir hans réðst burt frá Ögmundi, þegar hann þroskaðist, og
til Sæmundar; gerðist hann nú engu vinveittari í garð
fóstra síns en Sæmundur; hafði Ögmundur áður ráðið öllu
um hann, nú braust Guðmundur undan því valdi, en varð
ekki sjálfstæðari að heldur.
Það væri of langt að segja frá skiptum þeirra Ög-
mundar og Ormssona, mál risu fyrst af litlu tilefni, en
furðu fljótt varð mikið ófriðarbál úr. Brandur ábóti reyndi
að sætta, en Þórði kakala, sem þá réð öllu hér á landi, er
borin illa saga, að hann hafi átt miður góðan hlut að mál-
um, og kunnum vér ekki á móti því að mæla með rökum.
Svo kom, að Sæmundur gerði Ögmund sekan, en þó tókst
Brandi ábóta að koma á sáttum, svo að Ögmundur fékk að
sitja í Kirkjubæ. Þetta var þó hið mesta óráð, enda hugði
Ögmundur nú ekki á annað en hefndir. Eitt sinn veturinn
1251—52 er þess getið, að Sæmundur var á ferð til Brands
ábóta; var þá í fylgd með honum Þorsteinn Skeggjason.
Riðu þeir um Kirkjubæ, og þóttist Þorsteinn sjá svik á
Ögmundi, enda var þar hver maður með vopnum. Ekki vildi
Sæmundur samsinna því, að um svik væri búið, en Þor-
steinn kvað það þá mundu reynzt hafa — „ef Guðmundur
bróðir þinn hefði þar verið“. Sæmundur færði þetta í tal
við Brand ábóta, en ábóti kvað Ögmund ekki mundu sannan
að því. Sæmundur mælti: „Það býður mér hugur, herra, að
mér þyki þá sárt að segja fjörráðin við mig, er þú !:rúir“.
Ábóti bað hann halda sem bezt fyrir sína hönd, kvað honum
það mestu varða. Sæmundur kveðst svo skyldu gera, og
skildu þá með blíðu og fundust ekki síðan lífs. •— Ilér
glaptist Brandi undarlega sýn; í góðgirni sinni var hann
fúsastur að trúa hinu bezta, og hóglæti hans fékk stuðning
af kristinni kenningu, að betra væri að þola órétt en gera
hann. Framkvæmdarmaðurinn hafði lesið of mikið um
þolfýsi heilagra manna.
Síðar um veturinn voru þeir bræður báðir og Skeggja-
synir aftur á ferð til Brands, og ekki fleiri saman; sat þá