Skírnir - 01.01.1937, Page 37
Skírnir]
Njála og Skógverjar.
35
Vigfúsi Gunnsteinssyni, en hinum megin voru slíkir
virðingamenn sem Sturla Þórðarson og Hallvarður gull-
skór. Næst kemur hann við sögu í staðamálum 1286,
þegar sem ófriðvænlegast var með Hrafni Oddssyni og
Árna biskupi; biskup sat í Skálholti og vildi ekki til tals
við leikmenn á alþingi, en þeir hétu afarkostum. Þá
spurði Hrafn, ef nokkrir vinir biskups vildu „ríða 'til
hans ok freista, ef hann vildi fyrir þeira orð þat nökkut
til ráðs taka, at eigi færi í svá mikla ófæru með mönn-
um sem hér á horfðisk; nefndi hann til þess Þorstein
bónda, son Skóga-Skeggja, ok Magnús Pétrsson, mág
biskups. Þorsteinn kvazk ríða vilja, ef fleiri vildi bisk-
ups vinir ríða ok mætti því heldr til góðs koma. Magn-
ús játaði ferðinni og Helgi mims ok Ormr Grímsson, ok
riðu tólf Saman“. Við bæn þeirra lét biskup sveigjast
til samkomulags, svo að ekki urðu vandræði af í það
siun; komu þeir aftur til Hrafns með bréf, sem við varð
unað. Þakkaði Hrafn þá þessum „mönnum sinn góð-
vilja . . . því at hann skilði, at herra byskup hafði meir
slævazk látit fyrir blíðri bæn þeira en fyrir hótun eða
harðmælum“.
Þorsteinn er hér kallaður bóndi, sem á þeim tíma er
heldur að færast í þá átt að þýða: gildur bóndi eða fyrir-
uaaður. Sagan sýnir vel, hvílíks trausts hann nýtur og
hve fús hann er að reyna að stilla til friðar, þegar mik-
ið liggur við. Hann er vinur biskups, en það má bæta
því við, að flokksmaður biskups er hann ekki, hvorki
þegar rætt er um Jónsbók á alþingi 1281 og ýmsir bænd-
ur taka undir mótmæli biskups, né ella. Hann hefir ver-
ið of hugull til að verða einfaldur flokksmaður.
Þá er að nefna hið síðasta, sem um Þorstein er vit-
uð: Skálholtsannáll getur um dánarár hans 1297; í ár-
tíðaskrám er nefnt dánardægur hans 26. október. Þetta
er þá í stuttu máli allt, sem um þennan mann er vitað.
Ein raun var það, sem Þorsteinn þoldi, en ekki aðr-
ir frændur hans, fáir samtíðarmenn hans, eitt, sem fær-
ir hann nær Njálu, það er að hann var þar í húsum, er
3*