Skírnir - 01.01.1937, Síða 38
36
Njála og Skógverjar.
[Skírnir
borinn var ,eldur að og menn brenndir inni. Það er óhugs-
andi annað en Flugumýrarbrenna hafi orðið honum
minnisstæð. í draumum sínum hefir hann séð eldtung-
urnar lesa sig eftir þurrum viði skálans, þrungnar geig-
vænlegri skelfingu. Þegar frá leið, stóð enginn maður,
sem vitað er um á hans dögum, betur að vígi að segja
frá Njálsbrennu. Er hugsanlegt, að hann hafi verið höf-
undurinn?
Enginn er sá atburður í Njálu, þar sem meira ríð-
ur á, að söguritarinn bili ekki, en Njálsbrenna. En frá-
sögnin er slík sem bezt verður á kosið, samboðin mesta
atburði hennar. Söguritarinn hefir illt orð á sér fyrir
það, hve ófróðlega og ósennilega hann lýsi vopnaskipt-
um. En það er eins og hann sé sjónarvottur að brenn-
unni, svo vel kann hann á öllu skil. Á öðrum stöðum dá-
umst við að ímyndunarafli hans, hér stöndum við orð-
lausir.
Það er áreiðanlegt, að flest af því, sem um Þorstein
Skeggjason er vitað, gæti komið heim við það, að hann
hafi ritað söguna. Ætterni og vinátta við nafnkunna
menn, lífsreynsla, sáttfýsi . . . Og þá væri vitanlega
auðvelt að skýra ýmsa staðþekkingu sögunnar. Þor-
steinn má ekki eldri vera, m. a. af því, að lögfræði Njálu
er mjög veil og virðist bera vott um norsk áhrif. Hins
vegar má Þorsteinn vel hafa staðið með annan fótinn
1 gamla tímanum, með hinn í hinum nýja hæverska og
kristna tíma, líkt og söguritarinn. Ekkert er vitað um
bókmenntastörf Þorsteins, en á hinu er enginn vafi, að
allur þorri íslenzkrar höfðingjastéttar á þeim tíma var
læs og skrifandi.
Eftir er þó að telja eitt atriði, sem mælir móti því,
að þessi maður hafi ritað söguna, en það er hin ófull-
komna staðfræði í Rangárþingi. Þorsteinn Skeggjason
er þó Rangæingur að ætt og uppruna, og systir hans er
gift manni í Skarði á Landi. Að vísu eru veilurnar ekki
allar jafnveigamiklar. Það er t. d. mjög hæpið að leggja
allt of mikið upp úr því, að staðháttum á Bergþórshvoli