Skírnir - 01.01.1937, Síða 39
Skírnir]
Njála og Skóg-verjar.
37
sé lýst miSur en skyldi. Sumt af því, sem um Rangá seg-
ir, mun reynast erfitt viðfangs öllum Njálu-skýrendum,
en ég get ekki skilið, að það verði af skafið, að yfir þá
á hafi söguritarinn farið, Jíklega mörgum sinnum, og þá
fer málið að torveldast; auðvitað er hann ekki uppal-
inn þar í grennd, en um það, hvort hann er fæddur t. d.
í Skógum eða austur í Veri, sýnist mér ekkert verða
ráðið af þessu. Veigameira virðist það, sem áfátt er í
þekkingu höfundarins í daladrögunum meðfram Mark-
arfljóti og inn af því, norðan Eyjafjallajökuls; það er
þó nær Skógum, og Eyfellingar á síðari öldum hafa haft
nokkrar ástæður til að þekkja kennileiti þar. Ekki virð-
ist rétt að gera mikið veður út af því, sem sagt er um
bæina þrjá á Þórsmörk (158. kap.) ; munnmæli hafa
ýkt annað eins um býli í óbyggðum eins og að gera þrjá
bæi af tveimur (ef það er þá víst), og er mjög hæpið
að ráða heimkynni söguritarans af því. Nokkuð öðru
máli mun vera að gegna um Goðaland, og þykir mér
skylt að gera nánari grein fyrir því. Ef einhverjum
kynni að þykja ég fjölorðari um þetta efni en skyldi,
það til skýringar (ef ekki afsökunar), að bak við
hvert örnefni búa myndir stórkostlegra og fagurra
staða, sem hægt er að gleyma sér við.
Þegar sagt er, að Flosi reið ofan í Goðaland á ferð
sinni að fjallabaki (124. og 126. kap., sbr. 131. kap.),
þá lítur helzt út fyrir, að átt sé við svæði norður af Þórs-
niörk, sem nú heitir Emstrur. Hins vegar heitir nú Goða-
land fjallendi sunnan við Þórsmörk; það Jiggur í Icrókn-
um norðan Eyjafjallajökuls, en sunnan Krossár, milli
Hvannár og Hrunakvíslar. Hvernig er hægt að skýra
þennan mismun?
í fyrsta lagi mætti láta sér koma til hugar, að af-
réttarlönd þessi hafi breytt um nöfn. Síða er nú nafn á
litlu og fallegu héraði í Vestur-Skaftafellssýslu, en náði
áður allt vestan frá Kúðafljóti að minnsta kosti og
strandlengjuna hver veit hvað langt austur. Hugsanlegt
væri, að Goðaland hefði verið kallað einu nafni allt hið