Skírnir - 01.01.1937, Qupperneq 40
38
Njála og Skógverjar.
[Skírnir
goðhelgaða land fyrir norðan jökul, bæði Þórsmörk og
landið sunnan Krossár, en síðan hefði þetta einhverra
hluta vegna breytzt. En það er þó ólíklegt. Goðaland kemur
ekki fyrir í fornritum (nema Njálu), sem þó hefði mátt
vænta; mér er ekki kunnugt um, að það komi fyrir fyr
en á 16. öld, og hefir þá sömu merkingu og nú; þetta
sýnir Kirkjulækjardómur frá 1578 og skrá yfir skóga
Breiðabólstaðarkirkju, litlu yngri. Þá var Goðaland
eign Breiðabólstaðar, og eign landsvæðis í fjarska hefir
í för með sér skýrt nafn, og því hlýtur nafnið að vera
eldra; engar líkur eru til, að staðurinn hafi látið ganga
á sig. Freistandi er að setja nafnið Goðaland í samband
við bjór þann „milli Krossár og Jöldusteins“, sem
Landnáma segir að var ónuminn, þangað til Jörundur
goði fór eldi um hann og lagði til hofs (þetta hlýtur að
vera fjalllendið sunnan Krossár, þ. e. Goðaland, Stakks-
holt og Steinsholt) ; að svo komnu máli hefi ég þó ekki
á reiðum höndum skýringu á því, hvers vegna aðeins
innri hluti þess hlaut nafnið Goðaland.
En ef Goðaland hefir alltaf verið haft um hið hrika-
lega fjalllendi sunnan Krossár, hefir höfundi Njálu
skjátlazt, og hann er þá ekki kunnugur þessum afrétt-
arlöndum. Kemur þá til álita, hvort hann geti verið úr
Skógum undir Eyjafjöllum. Nú ,er þess að gæta, að
Austur-Eyfellingar hafa um margar aldir haft sumar-
beit í Goðaland. Þess er fyrst getið, svo að ég viti, í
Kirkjulækjardómi 1578, er fyr var nefndur; þá kærir
Erasmus Villatsson nokkra bændur og búfasta menn
fyrir austan vatn (þ. e. Holtsós) undir Eyjafjöllum, að
þeir léti „oftast árlega“ reka lambfé sitt í Goðaland.
Síðan koma vitnisburðir gamalla manna, að þeir viti
ekki annað sannara en Goðalandsafréttur væri og hefði
verið haldinn vafalaus ,eign kirkjunnar á Breiðaból-
stað, „og allir þeir, sem þann afrétt hefði viljað hafa
fyrir vestan Markarfljót, hefði þegið leyfi af kirkjunn-
ar formanni.“ Því miður hafa bændur líklega ekki verið
miklir málafylgjumenn, því að frá þeim komu engin