Skírnir - 01.01.1937, Síða 41
'Skírnir]
Njála og Skógverjar.
39
gögn, „sem sterkari voru“, og hvað þeir höfðu fyrir sér,
er nú ókunnugt. Staðnum var dæmdur afrétturinn, en
Eyfellingar fengu hann á leigu, og var fé oft rekið norð-
ur yfir jökul úr Hrútafellsheiði. Þess er ekki getið í
dómnum, hvaða bæir það voru, sem beittu Goðaland,
en í sóknalýsingunni 1840 segir svo, að það gerðu bænd-
ur frá Raufarfelli, Steinum og öðrum bæjum þar í
grennd, og mun svo hafa verið bæði áður og síðan. Nú
væri fróðlegt að vita, hve gömul þessi sumarbeit er, en
það verður þó ekki séð. Páll í Árkvörn, sem skrifað hef-
ir í Safn til sögu Islands (II. bindi) merka grein um
Rangárþing, hefir gert um þetta smellna athugasemd.
Goðaland, segir hann, hefir verið partur af bjórnum,
sem Jörundur goði nam og lagði til hofs, hefir síðan
fylgt Dalslandi, en Ormur Jónsson Breiðbælingur gat
íengið það eins og svo margt annað af Kolskeggi auðga.
Hins vegar er sumarbeit Eyfellinga í Goðaland svo til
komin, að Jörundur eða hans ættmenn hafa leyft frænd-
um sínum á Raufaffelli að beita landið, og er þaðan
komin sú venja, sem Erasmus reyndi að útrýma. Svo
hugvitsöm sem þessi' skýring er, get ég að svo komnu
ekki fallizt á hana, hér er svo langt tímabil að brúa,
Goðalands er hvergi getið í máldögum, og auk þess er
ekki kunnugt um, að beit í það hafi nokkurn tíma ver-
ið takmörkuð við Raufarfellsmenn. Af þessu verður að
telja óvíst, að Austur-Eyfellingar hafi haft sumarbeit
i þetta heiðaland á dögum söguritarans, og er þá vill-
sn skiljanl,egri.
En hér bætist annað við. í sóknalýsingunni fyr-
nefndu er það tekið fram, að Skógamenn og grannar
þeirra áttu nóg afréttarlönd sjálfir eða létu sér nægja
þau, sem þeir áttu, og svo mun jafnan hafa verið og
ekki síður, þegar land var meir viði vaxið en nú er. Það
hlýtur því að vera mikið álitamál, hve mikið er upp úr
þessari staðvillu leggjandi.1) Væfi ekki hugsanlegt, að
1) Hér má til samanburðar hafa í huga Holtverja, sem kunna