Skírnir - 01.01.1937, Side 42
40
Njála og Skógverjar.
[Skírnir
manni, sem aldrei hafði á fjall farið sjálfur og' kannske
hafði dvalizt langdvölum fjarri ættarheimkynnum sín-
um, fipaðist í efni sem þessu? Nú var Þorsteinn (og þeir
Klængur) á Svínafelli á yngri árum, en hvar hann bjó
er alveg ókunnugt. Því má bæta við, að söguskáldiðr
hvaða maður sem það annars er, hefir yfirleitt látið sér
staðfræði alla í léttu rúmi liggja, hjarta hans var ann-
ars staðar. Ég vil ekki fella dóm á þetta, en mér þótti
skylt að setja málavexti skýrt fram öðrum til athugun-
ar. En ég á þó erfitt að verjast þeirri hugsun, að sagan
standi í einhverju sambandi við Þorstein Skeggjason,
hvernig sem því kann að vera varið.
VI.
Þegar þeir bræður Þorsteinn og Klængur hverfa
sjónum, leggst sama hulan yfir þá ættmenn og áður var.
Einstök nöfn sjást, og ekki meira, engir andlitsdrættir,
sem hægt er að rýna í. Og með Brandi Eyjólfssyni þrýt-
ur ættartalan, svo að jafnvel tengsl hinna einstöku nafna
verða óljós. En svo að ekki verði hér skarð í, skal þó í
stuttu máli telja fram það, sem við kemur þeim ættmönn-
um fram yfir 1300.
Á þessum tíma koma fyrir nokkrir menn, sem get-
ið hefir verið til, að væru synir þeirra Þorsteins og
Klængs. I Landnámu er á einum stað sagt, að dóttur-
dóttur Hrafns Oddssonar átti Guðmundur Þorsteinsson
Skeggjasonar. Það er lítill efi á, að þetta hafi verið son-
ur Skógverjans, líklega heitinn eftir Guðmundi Orms-
syni (eða Guðmundi í Skarði). Þess hefir verið getið til,
að Ormur Þorsteinsson biskupsefni, sem andaðist í
vígsluferð 1320, hafi verið sonur Þorsteins Skeggjason-
ar, og þá helzt heitinn eftir Ormi Ormssyni, sem drukkn-
aði 1270. Þetta má rétt vera, þó að skilríki séu engin
nema nöfnin. Þá er nefndur Njáll prestur í Miðbælis-
að vera komnir af Þorgeiri skorargeir, eins og Jón Þorkelsson tel-
ur; þeir áttu svo mikil lönd og skógaítök norðan jökuls, að þeim
væri ekki trúandi til að ruglast í þessu.