Skírnir - 01.01.1937, Síða 43
Skírnir]
Njála og Skógverjar.
41
máldaga, sem talinn er frá 1332, Njáll prestur Þor-
steinsson í fjörudómi um Holt og Breiðabólstað 1363,
séra Njáll í Eyvindarhólamáldaga 1371 og loks séra
Njáll á Kálfafelli í afhendingarbréfi frá 1390. En það
er satt bezt að segja, að gagnslaust sýnist að koma með
getgátur um ætterni þessara manna. Þess má að,eins
geta, að útbreiðsla nafnsins virðist mikið að þakka
sögunni.
Um menn frá Klæpgi er allt álíka óvíst, en Klængs-
nafn kemur fyrir á dálítið einkennilegan hátt í Aust-
firðingafjórðungi fyrir og eftir aldamótin 1300 og
stendur sýnilega stundum í sambandi við hann, en áður
munu heldur fá dæmi um það nafn eystra. Auðvitað er
ekkert hægt að ráða af Klængsnauti, skógi, sem Þykkva-
bæjarklaustur átti 1340. Til er ártíðaskrá ein frá Valla-
nesi (VI. skráin í útg. Jóns Þorkelssonar), og má sjá
af nöfnum, að hún hafi verið á Austurlandi á 14. öjd,
og því líklegast þar upp runnin. Þar eru nefndir þeir
Skógverjarnir Njáll Sigmundarson, Skeggi Njálsson,
Klængur og Þorsteinn Skeggjasynir.1) Það er ekki alls-
kostar auðvelt að átta sig á, fyrir hverja skráin er gerð,
líklegast þó einhverja Skógverja eða tengdamenn þeirra
eystra. Nöfn einstakra manna af Svínfellingaætt gefa
enga bendingu, frekar hitt, að sum nöfnin, sem Jón Þor-
kelsson telur frá 14. öld, virðast benda til ættar Kirk-
bæinga. En svo eru tvö nöfn, bæði talin frá því um 1300:
Ástríður Klængsdóttir og Hildur Eyjólfsdóttir. Það er
einkar trúlegt, að Ástríður sé dóttir Klængs Skeggja-
sonar. Jón Þorkelsson telur Hildi munu hafa verið dótt-
ur Eyjólfs Skeggjasonar í Skógum. „Hildur mun hafa
átt heima á Þvottá, því þar er getið ættmanna Eyjólfs
Skeggjasonar (Vilchinsbók),“ bætir hann við. Mér þyk-
1) Skógverja nöfn koma ekki fyrir í ártíðaskrám nema þess-
ari> að því undanskildu, að Þorsteinn Skeggjason og Álfheiður
Njálsdóttir eru nefnd í ártíðaskrá Vestfirðinga; ástæðan er mægð-
ir Seldæla við Svínfellinga.