Skírnir - 01.01.1937, Page 44
42
Njála og Skógverjar.
[Skírnir
ir nöfnin Hildur og Eyjólfur benda til Skógverja, en dá-
lítið er við orð Jóns að athuga. í Vilkinsmáldaga stend-
ur að vísu, að Þvottárstaður skuli reiða ættmönnum Eyj-
ólfs Skeggjasonar ákveðna upphæð, en Árna biskups
saga getur þess, að þegar leikmenn tóku kirkjur 1284,
tóku Viðnæmur og Skeggi Þvottárkirkju; sonur þess
Skeggja mun Eyjólfur vera, en Hildur gæti verið hvort
sem vill hans dóttir eða Eyjólfs í Skógum. Eyjólfur
Skeggjason, aftur tvö Skógverjanöfn saman. Nú er í
jarteiknasögu einni, sem gerist á Hóli á Rangárvöllum,
getið um Skeggja Klængsson (aftur tvö Skógverja-
nöfn), líkast því sem hann væri þar aðkomandi; sagan
gerist seint á 13. öldinni. Þetta getur allt verið hinn
sami Skeggi, sonur Klængs Skeggjasonar, fæddur t. d.
1250, og hefði hann kvongazt í Austfjörðu. Loks getur
Árna biskups saga um Ásleif Klængsson meðal fylgis-
manna Árna biskups á alþingi, þegar rætt var um við-
töku Jónsbókar. í ættarskrá Haukdæla í Ártíðaskrán-
um telur Jón Þorkelsson hann hiklaust son Klængs
Teitssonar í Haukadal. En viðskipti Árna biskups við
Haukdæli sýna nokkurn veginn gjörla, að það getur
ekki verið rétt, enda mundi Ásleifs þá oftar getið. Og
frásagan af málum þeim, sem af mótmælum Árna
ieiddu, tekur af öll tvímæli um þetta efni. Bæjarnöfn
þeirra manna, sem nafngreindir eru: Snorri frá Ásum,
Ormur frá Reyni, Eilífur, sonur Özurar frá Horni, og
málaferlin á eftir, sem fara fram austur á Síðu, sýna
svo að ekki verður um villzt, hvaðan þessi flokkur Árna
,er. (Loftur Helgason, frændi Árna, var líka að austan,
en var ráðamaður í Skálholti, og hann einn varð fyrir
hnjaski vestur í sýslum.) En þó að Ásleifur hafi verið
að austan, er auðvitað alls óvíst, hvaða Klængur var
faðir hans. En hvað sem um hann er, virðist mér nógu
margt í hinum fátæklegu heimildum benda á, að Klæng-
ur hafi átt afkvæmi, sem búið hafi í Austfirðinga-
fjórðungi.
Nú er bæði, að lokið er því tímabili, sem skiptir