Skírnir - 01.01.1937, Síða 46
44
Njála og Skógverjar.
[Skírnir
fá svip af björtum draumum og biturri reynslu. Af ein-
faldri sögu hins gamla þular sprettur þannig þessi marg-
spaka harmsaga, leiftrandi af ritsnilld, Ijómandi af
mannviti, skjálfandi af ást og hatri á mannlífinu.
Draumur, segir lesandinn ef til vill. Og þó hefir þetta
verið einhvern veginn svona. Kannske voru atvikin önn-
ur. Kannske var það ekki í Skógum, sem sagan var sögð.
En það eru þó nokkrar líkur til, að það hafi verið.
VII.
Á einum stað í Njálu er getið Skeggja í Þrasvík,
göfugs manns, sem liðsinnti Kára Sölmundarsyni í utan-
,för hans eftir brennuna (155. kap. og síðar). Það er var-
legast að hafa í hófi efasemdir sínar um mannfræði sög-
unnar hér á landi, en trú sína á mannfræði hennar í út-
löndum. Að því hníga margar líkur, að allur þorri út-
lendra manna, sem sagt er frá, að þjóðhöfðingjum und-
anskildum, eigi tilveru sína að þakka ímyndunarafli sögu-
skáldsins. Ég efast ekki um, að sama máli gegni um þenn-
an mann. Skeggi í Þrasvík, göfugur maður. Er ekki eins
og þetta minni á hinn ágæta mann Skóga-Skeggja, sem
bjó á sama stað og Þrasi gamli. Þetta getur vel verið til-
viljun, en það gildir einu. En mér finnst í þessu vera fólg-
in mynd af verki skáldsins. I huga hans leysast myndir
lífsins aftur í sundur, en úr efni þeirra skapast draum-
myndir skáldskaparins. Nú, löngu síðar, erum við að
reyna að skyggnast ekki aðeins inn í hug hans, heldur og
í þann heim, sem augu hans litu. Tíminn, gleymskan, hef-
ir leyst flest af því í sundur, svo að nú sér þess lítinn stað
— nema listaverkið! Við vitum ekki einu sinni nafn skálds-
ins. Horfið, gleymt eins og svipull draumur. Þetta er allt
undarlega átakanlegt.
„Vér erum sjálfir sama efni og það,
sem drauma myndar, og vort litla líf
er svefni kringt . . .“