Skírnir - 01.01.1937, Page 50
48
Gunnar á Hlíðarenda.
[ Skírnir
að áður væri ei leitað forspár hans.
En sem í dag1 ei heyrzt hans stunur höfðu
í huldrar gátu þögn við skálavegg.
Miðsumarsgeislar gegnum skjá sig vöfðu
um gamla mannsins hvíluvoð og skegg.
Svo hljótt í bænum var, að sorglaus svala
þar sveif um skála og heyrði engan tala.
Sem snöggvast gó þar rakki og rykkti í hlekk.
Ei rumdi í katli, ei heyrðust steinar mala,
og skyttan svaf í værð á vefstóls bekk.
Við dyrnar stúrin biðu börn og kona,
og bleik af vökum milli ótta og vona
sat móðirin með hendurnar um hnéð.
Fannst ekkert spádómsorð, sem hugga kunni?
Hvað olli, að nú var lokað þessum munni,
sem annars hverja örlög-gátu réð?
Allt loftið hefði ómað áþekkt málmi,
sem ymur ljúft í vígðrar klukku hreim,
við fyrsta orð frá öldungsvörum þeim,
— en starandi augum þagði hann í hálmi.
Þá bar að Kolskegg, bróður dæmda mannsins,
frá bliknaðri aringlóð. Hann hristi sót
af skó úr geitarskinni um sinn fót.
— Hvað skal þér spámanns raus, er vindar landsins
frá þessari ey oss bjóða fleygan byr?
Skal bæn um ráð til þræla gerð sem fyr?
Með þúsund spurnum mætt þér velktum verður
hjá Væringjunum, kringum þeirra eld;
í Miklagarði eignastu annan feld,
með oddakraga og bjöllum sá mun gerður.
Þar kastast börn í ös og ryki á
þeim eplum, sem ei rúmar betlipokinn,
í súlnagöngum svínin hagbeit fá
og silfurkömbum hrossin eru strokin.
Af mönnum ávallt ærið nóg má finna,
þótt örlög skipið beri á fjarstu mið,