Skírnir - 01.01.1937, Side 51
Skírnir]
Gunnar á Hlíðarenda.
49
og ekki á þá hver nóttin mun þig minna,
nei, — mörkina, er þú grérir fastur við,
á fljótið, þar sem fyrsta sund þitt hófstu,
á flóann, þar sem yfir viðsjál dý
um sólarlag við spjót þitt heitur hljópstu,
á húsviðailm og vindsnældunnar gný,
og arinsetu, er sungin, ávallt ný,
við jólanáttasumbl var sagan forna
um sjóði grafna og ættarbálka horfna.
Þær minna á rakka, er hæli gafstu hér
og helming fékkstu af svartri köku þinni.
Og bikar konungsborðs ei nokkru sinni
sem brunnur föðurgarðsins svalar þér.
Til sektar ólust mestu menn vors lands.
Þér metnað teldu, kjörum þeirra að hlíta.
Sá er ei verður, vinar handabands,
sem vildu ei tíu af alhug láta grýta.
Hver rógur, frændi, hefir háttinn þenna:
Fyrst hópast konur þær, er fræjum sá,
þá flónin næst með klafa sinna kvenna,
sem koma og herfa. Bráðum sér á strá,
og fyr en skeið sitt fáar vikur renna,
or farið djöflagróður þann að slá.
Þá hópast að, sem hjú til glaðra anna,
af hræsnurum og þjófum skari sá,
er stakk í myrkri, án háska, upp hurðir granna.
Hin mjóa þjófskló hatar hnefa þann,
sem hæfir úti á þjóðbraut féndur sína.
Þá dyggð, sem lýgur einn af öðrum, hann
sem eigin höfuðprýði lætur skína.
Vit, undir sjálfs þín súð er útlegð verst!
Með sóma þínum hús þitt líka ferst.
Brátt munu um veginn vetrar snærok hvína
og hret um auðar krær og bása berst,
og borðin eins og dúkar ryk mun hylja.
Þú hefir átt þá gæfu glæsibrags,
4