Skírnir - 01.01.1937, Side 52
50
Gunnar á Hlíðarenda.
[Skírnir
sem goðin veita oss undir kveld þess dags,
er lægst vér föllum fyrir þeirra vilja. —
Þótt eyrun hlýddu hverju Kolskeggs orði,
sem húmþungt, biturt féll, hvert auga horfði
á þulinn, sem úr sæng, mót dyragátt,
sem sýn hann liti, teygði andlit grátt.
Hann þagði. Brýnnar loðnu hlupu í hnykla.
Svo helbleik var hans kinn sem dánartraf.
Með skjálfta á fingri, öðrum studdur af,
hann benti úr króknum myrka á hagann mikla,
hvar smalinn eftir ásauð gekk með staf.
Það eina, fyrsta og hinzta, svar hann gaf.
Þá Gunnar bóndi á Hlíðarenda hóf sig
af hvílustokknum máða og skikkju bjó sig,
— með festu í bragði beltið spennti hann þétt.
Og lotinn, sem hann kom, við skálann skildi hann,
út skálagöngin hvelfdu gekk með fylgd hann
af þrælum, móður, maka, á bæjarstétt.
Á brott hann sneri, en eins og efinn þyngri
gerði öll hans spor, hann tafði — leit og leit
um laufga hlíð — í stefnu af þulsins fingri.
Hann sá eklci opið hofið horfa um sveit
og hlífa fyrir sólu og veðrum skæðum
með gisnu þaki, er hófst sem stjörnuhvel,
hans helga Frey, úr birki skornum vel,
með lyng um hár og skrýddum skarlatsklæðum.
Hann sá ei götuna, er um árflædd nes
sem ormur háll í krókum smaug um sanda,
frá bæjardyrum bugðaðist til stranda.
Hann aðeins starði á gras á grund og fles.
Hér skyldi markviss bani bráðum negla
hans brjóst við torfuna á hans föður storð.
— Kom! hafið söng. — Heyr seiðþyt reiða og segla!
Að svíkja, það er mennskra og lenzkra regla,