Skírnir - 01.01.1937, Page 54
Sir William A. Craigie sjötugur.
1867 - 13. ágúst - 1937.
Eftir Halldór Herniannsson.
Það er næsta fágætt, að við íslendingar, sem dveljum
langvistum erlendis, höfum tækifæri til þess að hitta út-
lendinga, sem geta rætt við okkur um íslenzk efni að fornu
og nýju eins og þeir væru landar okkar. Einn þessara fáu
útlendinga, sem geta það og gera, er Sir William A. Craigie,
sem í ár verður sjötugur að aldri. Hann er jafnvel að sér
í fornmálinu sem nútíðarmálinu, þekkir bæði fornrit okk-
ar og nútíðarbókmenntirnar, og hefir skýran skilning á
flestum málum okkar.
Craigie er Skoti og því nágranni okkar að uppruna,
ef tala má um nágrenni, þar sem skilur hundrað mílna
haf. Hugur hans mun snemma hafa snúizt að íslenzkum
fræðum. Þó fékk hann lengi ekki verulega færi til að
stunda þau, enda var ekki víða hægt að læra íslenzku um
þær mundir á Bretlandi. Eftir að hann hafði lokið próf-
um við St. Andrews háskóla, hlaut hann styrk til náms í
Oxford, og mun hann þá hafa ætlað sér að leggja þar
stund á íslenzku hjá Guðbrandi Vigfússyni. En það fór á
annan veg, því að Guðbrandur dó einmitt um þær mundir.
Þó mun Craigie hafa lært nokkuð í málinu upp á eigin
spýtur, en fyrst fékk hann tækifæri til verulegs íslenzku-
náms veturinn 1892—93, er hann dvaldi í Kaupmanna-
höfn og umgekkst íslendinga þar. Seinna fór hann til Is-
lands, fyrst sumarið 1905, og aftur 1910; dvaldi þá all-
lengi á Vestfjörðum ásamt konu sinni. 1 þriðja sinni
komu þau hjón til Islands á Alþingishátíðinni 1930.