Skírnir - 01.01.1937, Qupperneq 55
Skírnir]
Sir William A. Craigie sjötugur.
53
Það er ekki tilgangur minn í þessari stuttu grein að
rekja æfiferil Craigie’s, enda hefir það verið gert áður
að nokkru á íslenzku af mönnum, sem eru honum nákunn-
ugir.1) En þess skal geta hér, að hann var kennari (lec-
turer) í Norðurlandamálum við Taylorian Institute í Ox-
ford 1905—16, og prófessor í engilsaxnesku við Oxford-
háskóla 1916—25, en þá fór hann til Ameríku og var próf-
essor í ensku við Chicagoháskóla í næstu tíu ár. Að skýra
hér nokkuð ítarlega frá hinum miklu ritstörfum Craigie
er heldur ekki rúm til, nema að því leyti sem þau snerta
Island. Þó ber að minnsta kosti að geta þess, að hann á
mjög stóran þátt í einu stærsta og bezta málfræðisriti, sem
komið hefir á prent. Árið 1897 tók hann að starfa við hina
stóru sögulegu ensku orðabók, sem Clarendon Press for-
lagði, og frá 1901 varð hann einn af ritstjórum hennar og
var það, unz henni var lokið 1933, og í tilefni af því var
hann sæmdur riddaranafnbót (Sir) af Bretakonungi. Hann
hefir einn búið undir prentun marga bókstafi. Þegar
Chicago háskóli bauð honum prófessorsstöðu, var tilgang-
urinn sá, að Craigie skyldi undirbúa og gefa út sögulega
orðabók yfir ameríska ensku, og er hún byrjuð að koma út
í sama sniði og Oxford-orðabókin. Auk þessa hefir hann
unnið að samningu sögulegrar orðabókar yfir eldri skozku
frá tólftu öld til loka seytjándu aldar, og eru komin út af
henni sex hefti í stóru fjögra blaða broti, eða 720 bls., og
nær þó einungis til orðsins cow. Verður hún þannig eitt
af stórvirkjum hans.
Þegar Craigie hafði komið sér vel inn í íslenzku, tóku
smámsaman að birtast greinar um þau efni frá hans hendi,
°g sýndu þær ljóslega, hve góðum tökum hann hafði náð
á þessum fræðum. Fyrst kom grein um fornu skáldakvæð-
in, og efast eg um, að nokkrum hafi tekizt svo vel að snúa
1) Sjá greinar Snæbjarnar Jónssonar í Ársriti hins íslenzka
fræSafélags, VI, 1921, bls. 119—23, og- í EimreiSinni, XXXIII, 1927,
hls. 150—165, og Jóns Stefánssonar i Almanaki Þjóðvinafélagsins,
1928, bls. 47—50, með myndum.