Skírnir - 01.01.1937, Síða 56
54
Sir William A. Craigie sjötugur.
[ Skímir
þeim á útlent mál sem Craigie í þeim fáu þýðingum, sem
hann gerði. Hann ritaði og grein um ýmsar bragreglur í
dróttkvæðunum, þar sem hann gagnrýndi sumar af kenn-
ingum Sievers. Tvær greinar birti hann um norræn orð í
keltneskum (gæliskum) málum og keltnesk orð og nöfn í
norrænu. Ennfremur grein um Ara fróða. Hann þýddi
ýmsar fornar þjóðsögur úr íslenzkum sögum, og gaf út
Skotlandsrímur síra Einars Guðmundssonar, og valdi ís-
ienzk nútímakvæði í Oxford-sýnisbók norrænna Ijóða. —
Tvær litlar bækur, önnur um forntrú norrænna manna, hin
um íslenzkar fornsögur, komu og frá hans hendi, báðar
vel ritaðar, og gefur hin síðari mjög gott, stutt yfirlit yfir
sagnaritunina. Hann gaf og út sérlega handhæga kennslu-
bók í íslenzku fyrir byrjendur, og nýlega nokkra fyrir-
lestra um skozk og norræn áhrif á enskar bókmenntir. —
Ýmislegt fleira mætti telja, sem hann hefir ritað, en eg
læt þetta nægja.
Það er kannske ekki svo mikið að vöxtum, sem Craigie
hefir skrifað um íslenzk efni, en það er allt næsta eftir-
tektarvert, því að það sýnir þekkingu hans og nákvæmni,
enda má það merkilegt heita, hve vel hann hefir lært ís-
lenzka tungu jafn-annríkt sem hann hefir haft um dag-
ana. Hann mun hafa kennt íslenzku mestan hluta þess
tíma, sem hann dvaldi í Oxford. Hann er hinn mesti
starfsmaður, og má nú víst telja hann hinn fremsta af
núlifandi orðabókarhöfundum. Á því sviði hefir hann og
látið til sín taka með tilliti til íslenzku. Það var að hans
hvötum, að Geir Zoéga rektor tók að sér að gera þann út-
drátt úr orðabók Gleasby’s yfir fornmálið, sem Clarendon
Press gaf út 1910, og megum við vera þakklátir fyrir það,
því að, þótt undarlegt sé frá að segja, er þessi litla orða-
bók eina orðabókin yfir fornmálið, sem nú er fáanleg í
bókaverzlunum. Eg veit og, að Craigie hefir verið þess
mjög hvetjandi, að Clarendon Press gerði gangskör að
því, að koma í framkvæmd stórri orðabók yfir þetta mál
í stað Cleasby’s, sem nú er löngu útseld; en hingað til hefir
ekki tekizt að koma því á veg. Honum hefir lengi verið það