Skírnir - 01.01.1937, Page 58
Goðorð forn og ný.
Eftir jBarða Guðmundsson.
Grágásarlögin gera svo sem kunnugt er allskýran
greinarmun á goðorðum fornum og nýjum. Ljósast birtist
skilgreining löggjafans á goðorðunum í Þingskapaþætti.
í fimmtardómslögum er svo að orði komizt: „Vér skulum
eiga dóm hinn 5ta,. en sá heitir fimmtardómur. Menn skal
nefna í dóm þann fyrir goðorð hvert hið forna, 9 menn úr
fjórðungi hverjum. Goðar þeir, er hin nýju goðorð hafa,
þeir skulu nefna eina tylftina í dóminn. Þá verða fernar
tylftirnar og eru þá menn 12 úr hverjum fjórðungi með
þeim".1
Merking orðanna: „forn goðorð“ kemur Ijósast fram
í upphafsgrein Þingskapaþáttar: „Það er mælt í lögum
vorum, að vér skulum 4 eiga fjórðungsdóma. Skal goði
hver nefna mann í dóm, er fornt goðorð hefir og fullt. En
þau eru full goðorð og forn, er þing voru B í fjórðungi
hverjum, en goðar 3 í þingi hverju. Þá voru þing óslitin.
Ef goðorð eru smærra deild, og skulu þeir svo til skipta, er
hlut hafa að fornum goðorðum, að svo sé nefnt, sem nú er
talið. Þá eru fjórðungsdómar fullir“.2
Þessar lagagreinar taka af allan efa um það, að ein-
ungis eru talin „full og forn“ þau 36 goðorð, sem hlutdeild
höfðu í æðsta dómsvaldi landsins, þá er vorþingin voru 12
og goðar 3 í hverju þingi. En af þessari staðreynd leiðir,
að öll þau löggoðorð, er síðar voru tekin upp, hljóta að
teljast í flokki hinna „nýju goðorða“ og að þau hafa farið
þess réttar á mis, að eiga hlutdeild í nefnu fjórðungsdóma.