Skírnir - 01.01.1937, Page 62
60
Goðorð forn og ný.
[ Skírnir
réttarsögu en nokkuð annað. Sökum þess, að orðið „nefna“
er í fornlögunum aldrei notað um lögréttuskipun, heldur
einvörðungu um skipun dóma, hafa allir verið á einu og
sama máli um það, að alþingisnefna eigi að minnsta kosti
við dómnefnur á alþingi og síðan leitt út frá þeirri staðhæf-
ingu mikilsverðar ályktanir um stjórnarskipunina, sem
óþarfi er að ræða um hér, því staðhæfing þessi er alröng.
Við nefnu í fjórðungsdóma geta orðin: „skerð að alþing-
isnefnu“ ómögulega átt af þeirri einföldu ástæðu, að á því
sviði gilti hið fyllsta jafnrétti milli allra fornra goðorða,
þareð 1 maður sat í dómi fyrir hvert þeirra. Sama verður
og uppi á teningnum um fimmtardóminn. Þar átti og sæti
1 maður „fyrir goðorð hvert ið forna, 9 menn úr fjórð-
ungi hverjum“, auk þeirrar tylftar, sem í dómnum sat fyr-
ir hin nýju goðorð.
Jafnaugljóst er það, hvað svo sem málvenjunni líður,
að orðið alþingisnefna er hér notað í sömu merkingu og
„lögréttuskipun". Fyrst og fremst er það fráleitt, að lög-
gjafinn hafi farið að blanda dómnefnunum inn í ákvæðin
um lögréttuskipunina. í öðru lagi er það bersýnilegt, að
setningin: „En forn goðorð Norðlendinga öll eru fjórð-
ungi skerð að alþingisnefnu við full goðorð önnur öll á
landi hér“, gefur aðeins nánari skýringu á því, sem sagt
er í málsgreininni næst á undan. Vegna þess, að Bmý goð-
orð höfðu verið tekin upp í Norðlendingafjórðungi og
handhafar þeirra öðluðust setu á miðpalli við hlið hinna
36 fornu goða, hlutu 4 menn þar sæti úr þingi hverju
hinu forna utan Norðlendingafjórðungs, í stað þriggja áð-
ur. Með öðrum orðum sagt: Til þess að jafnrétti gæti hald-
izt á milli fjórðunganna eftir að goðorðin urðu 12 1 Norð-
lendingafjórðungi, var hlutdeild goðorða hinna fjórðung-
anna aukin að Í4 og þá vitanlega „forn goðorð Norðlend-
inga öll“ um leið „f jórðungi skerð“ að lögréttuskipun. Það
er1 þetta, sem löggjafinn hefir viljað fá sem skýrast fram
í lagagreininni.
Á hinn bóginn má telja það víst, að löggjafinn hefir
ekki notað orðið alþingisnefnu í greininni um lögréttu-