Skírnir - 01.01.1937, Page 64
62
Goðorð fom og ný.
[ Skírnir
Það er auðsætt, að til þess að ná umtöluðu jafnrétti
um fimtardómsnefnu, þurfti alls ekki að taka upp ný og-
sjálfstæð mannaforræði eða stofna ný þing, enda finnst
enginn vottur þess í fornlögunum, að svo hafi verið gert.
Liggur í raun og veru í þessari staðreynd sönnun fyrir
því, að hinum nýju goðorðum utan Norðlendingafjórðungs
hefir hvorki fylgt mannaforræði né þinghald í héruðum.
Má og nærri geta, að hinir fornu goðar hefðu sízt af öllu
valið það úrræði til að halda uppi jafnrétti fjórðunganna,
sem hlaut að hafa í för með sér ófyrirsjáanlega skerðingu
á valdi þeirra sjálfra og stóraukna ófriðarhættu í land-
inu. Hin leiðin lá opin, að veita þeim 9 uppbótarmönnum,
sem sæti áttu á miðpalli lögréttu, goðavald um þátttöku
í fimmtardómsnefnu, og sú leið var vitanlega valin.
Ekki þarf heldur langt að leita sannana; fyrir nefndri
skoðun. Niðurlagsorð greinarinnar um skipun lögréttu
benda í áttina. Þar segir, að sérhver miðpallsmanna eigi
„ að skipa tveim mönnum í lögréttu til umráða með sér,
öðrum fyrir sér og öðrum bak sér, og símim þingmönnum.
Nú er það augljóst, að ekki er hægt með réttu að komast
svo að orði um aðra en goða. Hefir því löggjafinn litið svo
á, að þingmannasveit uppbótarmannanna á miðpalli lög-
réttu væri hin sama og umbjóðanda þeirra — hinna fornu
goða utan Norðlendingafjórðungs.
Ennþá skýrar birtist þessi skilningur löggjafans síð-
ar í Lögréttuþætti, þá er ræðir um lögmálsþrætur: „Nú
þræta menn um lögmál, og má þá ryðja lögréttu til, ef eigi
skera skrár úr. En svo skal að því fara, að beiða með votta
goða alla að lögbergi og lögsögumann, að þeir gangi í lög-
réttu og í setur sínar að greiða lögmál þetta svo sem héð-
an frá skal vera“. — „Álengur er goðar koma í setur sínar,
þá skal hver þeirra skipa mann á pall fyrir sig, en öðrum
manni á hinn yzta pall á bak sér til umráða. Síðan skulu
þeir menn, er þar eigast mál við, finna lögmál það, er þá
skilur á, og segja til þess, hvað í deilir, með þeim. Þá eiga
menn síðan að meta mál þeirra, til þess er þeir hafa ráðinn
hug sinn um það mál, og spyrja síðan alla lögréttumenn,