Skírnir - 01.01.1937, Side 65
Skírnir]
Goðorð forn og ný.
03
þá er á miðpalli sitja að skýra það, hvað hver þeirra vill
lög um það mál. Síðan skal hver goði segja hvað lögin
mun kalla og með hvorum hverfa að því máli, og skal afi
i’áða; en ef þeir eru jafnmargir lögréttumenn hvorir-
tveggja, er sitt kalla lög hvorir vera, þá skulu þeir hafa sitt
mál, er lögsögumaður er í liði með“. — „Nú er nokkur
lögréttumaður svo sjúkur eða sár að sá má eigi úti vera,
þá skulu þeir hvorirtveggja sækja orð hans til búðar og
segja hvað ídeilir með þeim, en hann skal — kveða á þat,
með hvorum hann vill hverfa. En ef þá er lögréttumaður
nokkur ómáli eða óviti eða andaður, er þessa máls þarf, og
skal sá maður í stað hans, er dómnefnu átti, upp að taka, ef
hans væri þá við mist“.u
Um það verður eigi deilt, að orðin lögréttumaður og
goði eru hér alstaðar notuð í einni og sömu merkingu og
eiga við alla þá 48 menn, sem lögum samkvæmt áttu sæti
a miðpalli lögréttu. Er því með öllu óvéfengjanlegt, að lög-
gjafinn hefir litið svo á, að uppbótarmennirnir 9 væru
goðar. Mikilvægast í þessu sambandi er þó síðasta laga-
akvæðið, sem sýnir svart á hvítu, að uppbótarmönnunum
var skylt að hafa varamenn, er annast skyldu dómnefnu
1 forföllum þeirra. Þetta ákvæði tekur af allan efa um
það, hverjir það voru, sem í fimmtardómslögum eru kallað-
lr: >.Goðar þeir, er hin nýju goðorð hafa“. Svo sem skýrt
segir í Þingskapaþætti önnuðust handhafar hinna 36
fornu og fullu goðorða einir nefnu í fjórðungsdóma. Dóm-
nefna sú, sem að uppbótarmennirnir og hinir 3 nýju goð-
ar Norðlendinga áttu að hafa á hendi, hlýtur því að vera
fimmtardómsnefna. Það eru þeir, sem „nefna eina tylftina
1 ^óminn“ — sinn manninn hver.
Þannig hafa handhafar allra hinna nýju goðorða
notið nákvæmlega sama réttar til hlutdeildar í allsherjar-
stjórn. Hitt má kannske deila um, hvort uppbótargoðarn-
lr hafi setið í lögréttu fyrir hin fornu goðorð þeirra sam-
þingsgoða, sem völdu þá til setu á miðpalli hennar, eða
fyrir hin nýju goðorð. Skilgreining laganna á þessu atriði
er næsta óljós og er það að vonum; en hlutdeild uppbótar-