Skírnir - 01.01.1937, Page 68
66
Goðorð forn og ný.
[Skírnir
með réttu mætti kalla sjálfseignargoðorðin. Hér er sýni-
lega um málvenju að ræða, sem er hliðstæð notkun orðs-
ins ræðismaður eða ráðsmaður í fornu máli. Svo sem
kunnugt er, hefir heiti þetta aldrei verið notað um sjálfs-
eignarbændur, heldur um þá, sem veittu búum forstöðu
fyrir annarra hönd.
Það lætur að líkum, að hinn upprunalegi og rétti
skilningur á hlutdeild forráðsgoðorðanna í landsstjórn
gleymdist þá er tímar liðu. Og þegar þess er gætt, að öll
goðorðin eru þegar í byrjun 13. aldar komin í hendur ör-
fárra manna, sem fela svo umboðsmönnum sínum meðför
þeirra á þingum, þarf það enga undrun að vekja, þótt
sagnamönnum tveim mannsöldrum síðar veitist erfitt að
glöggva sig á eðli og upphafi forráðsgoðorðanna. Ekki
hefir það heldur bætt úr skák, að þau hafa eflaust engin
sérheiti borið, hvert um sig, svo sem tíðkaðist um önnur
löggoðorð.
Elzta greinargerðin um viðfangsefni þetta er sam-
in af höfundi Njálssögu seint á 13. öld. Samkvæmt skoðun
hans átti bæði þinghald í héruðum og mannaforræði að
hafa fylgt þeim goðorðum, sem upp voru tekin með fimmt-
ardómslögum. Þótt kenning þessi hafi enga stoð í forn-
lögunum, hafa fræðimenn samt sem áður lagt trúnað á
hana og hagað fornlagaskýringunum eftir því. Þess vegna
er gild ástæða til að athuga nánar niðurstöðu þessa sagna-
manns.
Frásögn Njáluhöfundar um lögtöku fimmtardóms ber
það ljóslega með sér, að hann hefir þekkt og stuðzt við
fimmtardómslögin sjálf. Af þeim hefir hann ráðið það, að
ný goðorð hafi verið tekin upp, þá er fimmtardómur var
settur á stofn. Það er nú ofureðlilegt, að hann ályktaði
sem svo, að goðorðum þessum hefði fylgt mannaforræði
og þinghald í héruðum. Bandamannasaga gaf skýra bend-
ingu í þá átt. Um Odd Ófeigsson á Mel er þar á einum
stað komizt svo að orði: „Einn hlutur þykir mönnum á
skorta um virðing hans, er hann var goðorðslaus. Það var
þá tízka að taka upp ný goðorð og kaupa. Hann gerir svo