Skírnir - 01.01.1937, Síða 69
Skírnir]
Goðorð fom og ný.
67
og safnast honum brátt þing við það, því að allir voru til
hans fúsir“.14
Um það verður varla deilt, að Njáluhöfundur hafi
notað málsgrein þessa allrækilega. Og hann notar hana
sem gagnrýninn fræðimaður. Af lagaheimildunum er hon-
um kunnugt um, að engin löggoðorð höfðu verið tekin upp
1 landinu eftir að fimmtardómslög voru sett. Þess vegna
setur hann hiklaust upptöku Melmannagoðorðs í samband
við stofnun fimmtardómsins og hirðir ekki um, þótt það
hæfi illa tímatali Bandamannasögu. Hér hafði hann hlot-
ið hliðstæðu við goðorð Höskuldar Hvítanesgoða. Tildrög-
ln til upptöku Hvítanesgoðorðsins lætur hann einnig vera
hin sömu: Svo sem mönnum þótti það skorta á um virðing
Odds, að hann var goðorðslaus, er Hildigunnur Starkaðar-
hóttir látin meta Höskuld frá því sjónarmiði og hafna bón-
01 Si hans, þar til goðatignin var fengin.15
Auk þessara tveggja goðorða nefnir Njáluhöfundur
henningu sinni til stuðnings Laufæsingagoðorð í Eyja-
firði. Ekki finnast þessi goðorðanöfn í öðrum heimildum,
en Vei mega þau vera rétt engu að síður. Sjálfsagt er því
að skygnast um eftir goðorðum, sem hæfi greindum
aöfnum.
Svo sem framan segir, var um 963 einu hinna fornu
hiftga í Norðlendingaf jórðungi skipt í tvennt og 3 ný goð-
01 ð stofnuð. Á því leikur enginn efi, að það var Vaðla-
þing, sem fyrir skiptingunni varð.16 Forn goðorð þar
voru: Þveræingagoðorð, Esphælingagoðorð og Reykdæla-
goðorð, en eftir skiptinguna bættust við austan Vaðla-
eiðar Öxfirðingagoðorð og Ljósvetningagoðorð, en vest-
an hennar Möðruvellingagoðorð. Eru í þessu sambandi
niðurlagsorð Víga-Glúmssögu harla athyglisverð: „Það
ei mál manna, að Glúmur hafi verið tuttugu vetur mest-
ur höfðingi í Eyjafirði, en aðra tuttugu vetur engir meira
en til jafns við hann“.17
Þau 40 ár, sem hér ræðir um, eru að sjálfsögðu ára-
ilið frá því að Glúmur hófst til valda eftir dráp Sig-
niundar Þorkelssonar 944, þar til hann héraðssekur varð