Skírnir - 01.01.1937, Page 70
68
GoSorð fcrn og ný.
[ Skírnir
að hröklast frá ættarleifð sinni, Þverá, um 984.18 En nú
bregður svo við, að einmitt um 964 hafa nágrannar hans
til beggja handa, þeir Eyjólfur Valgerðarson á Möðruvöll-
um og Þorgeir á Ljósavatni, hafizt til löggoðavirðinga, þá
er upp voru tekin hin nýju goðorð Norðlendinga.
Frá þeim tíma talið hafa verið 4 löggoðorð í nærsveit-
um Eyjafjarðar, og það vill nú svo vel til, að goðorðþessi
koma öll við sögu tveim öldum síðar. Að því er ráða má
af sögu Guðmundar dýra, áttu þar goðorð um 1190 þessir
höfðingjar:19 Frændurnir Einar Hallsson og Önundur
Þorkelsson á Laugalandi fóru með eitt goðorðið og benda
allar líkur til, að það hafi verið Þveræingagoðorð hið
forna. Annað goðorð átti Þorvarður Þorgeirsson og hefir
það eflaust verið Ljósvetningagoðorð. Þriðja goðorðið
hafði á hendi Ólafur Þorsteinsson í Saurbæ. Hann var
Esphælingur að langfeðgatali, svo varla verður villzt um
goðorð hans, og loks áttf f jórða goðorðið Guðmundur dýri
Þorvaldsson á Bakka, sem kominn var í beinan karllegg
frá Eyjólfi Valgerðarsyni.20
Allar líkur eru fyrir því, að Guðmundur dýri hafi
komizt að ættargoðorði sínu í tveim hlutum. I sögu hans
er frá því greint, að hann hafi haft „að meðför“ goðorð,
„er átt hafði Ásgrímur bróðir hans og Þorvarður auðgi“
og nokkru síðar getur þess svo, að þeir bræður Ásgrímur
skáld og Jón Ketilsson að, Holti í Fljótum hafi gefið hon-
um Fljótamannagoðorð.21 Hér er óefað átt við séra Jón
Ketilsson, sem kallaður var Fljótabiskup. Hafa þeir Guð-
mundur dýri verið bræðrungar, en feður þeirra Fljóta-
Ketill (d. 1158) og Þorvaldur auðgi (d. 1161), synir Guð-
mundar Guðmundssonar Eyjólfssonar halta á Möðruvöll-
um og Þuríðar Arnórsdóttur Þórissonar á Laugalandi
Helgasonar.22 Eyjólfur halti átti sem kunnugt er annan
son, Þorstein, föður Ketils biskups. Hann mun hafa hlotið
í erfðahlut sinn ættleifðina Möðruvelli að Eyjólfi föður
sínum látnum, en Guðmundur bróðir hans goðorðið, sem
svo síðar hefir skipzt milli sonarsona hans, Þorvalds
auðga og Fljóta-Ketils.