Skírnir - 01.01.1937, Page 72
70
Goðorð forn og ný.
[ Skírnir
meginkjarni hins mikla ríkis Æverlinga á 12. öld. En
veldi þeirra stóð ekki lengi að Hafliða látnum. Að sögn
Sturlungu réð Ásbirningurinn Kolbeinn Tumason „mestu“
í Norðlendingafjórðungi um aldamótin 1200. Hafði hann
„öll goðorð fyrir vestan Öxnadalsheiði til móts við Æver-
lingagoðorð.25 En Þorsteinn ívarsson gaf Snorra Sturlu-
syni Æverlingagoðorð, það er hann átti, en Melmenn áttu
sinn hlut“.26
Málsgrein þessi, sem er niðurlag greinargerðar höf-
undarins um þáverandi forráðamenn Norðlendingafjórð-
ungs, verður að teljast ágæt heimild. Af henni má fyrst og
fremst sjá, að rílci Æverlingaættar í Húnavatnsþingi er
með öllu útþurkað rúmum 7 áratugum eftir andlát Haf-
liða. Alllöngu áður en Snorri Sturluson komst að síðustu
leifunum hafa Ásbirningar hremmt tvö austari goðorðin
í þinginu. Þetta verður bezt ráðið þar af, að Sturlungu-
ritarinn kennir aðeins vestasta goðorðið — hið forna Víð-
dælagoðorð — við Æverlinga, því víst er, að Langdælagoð-
orðið var upphaflega erfðagoðorð ættarinnar.
Það fara engar sögur af því, hvernig Ásbirningar
hafi breitt út veldi sitt um Húnavatnsþing, en hitt er gef-
ið, sem mestu máli skiptir hér, hvernig Melmenn hafi
komizt að mannaforræði sínu.
Nokkru eftir að Þorsteinn ívarsson hafði gefið
Snorra goðorðshluta sinn, risu upp deilur miklar milli
Víðdæla og Miðfirðinga. „Snorri Sturluson átti flesta
þingmenn í hvorutveggja héraði og þótti mönnum til hans
koma að sætta þá“.27 Þetta er allskýr bending í þá átt, að
Snorri sé nú einnig búinn að hreppa þann hluta Æverl-
ingagoðorðs, sem Melmenn höfðu átt, eða að minnsta kosti
kominn vel á veg með það. Enda er ekki getið um neinn
sérstakan forystumann fyrir Miðfirðingum í deilunni,
þótt frásögnin sé ítarleg. Að þessu hafi þannig verið hátt-
að kemur og síðar skýrt í ljós, er Snorri fær Órækju syni
sínum í hendur „Stað á Mel og goðorð Hafliðanaut". Það
var árið 1232.28
Nú má það auðsætt vera, að goðorðið Hafliðanautur