Skírnir - 01.01.1937, Síða 73
Skírnir]
Goðorð forn og ný.
71
■eða Hafliðagjöfin getur ekki táknað Æverlingagoðorð í
heild sinni, þar eð sá hluti þess, sem Þorsteinn gaf Snorra,
óefað var ættareign Hafliðaniðja allt til þeirrar stundar
að Þorsteinn lét það af hendi. „Hafliðanautur“ hlýtur því
aðeins að eiga við þann goðorðshluta, er Melmenn höfðu
átt. Verður þetta öldungis óvéfengjanlegt, þegar þess enn-
fremur er gætt, að „staður á Mel“ er látinn fylgja goðorð-
inu til búsetu handa Órækju. Það sýnir, að þingmanna-
sveit goðorðsins hefir fyrst og fremst verið Miðfirðing-
arnir, hinir gömlu skjólstæðingar Melmanna, sem nú
höfðu bæði glatað staðfestu og goðorði.
Nafnið Hafliðanautur sviftir hulunni af því, hver
verið hafi uppruni Melmannagoðorðs, og eru þarmeð
henningar höfunda Bandamannasögu og Njálu að engu
gerðar. Vér höfum séð, að Æverlingagoðorð er eitt og hið
sama og Víðdælagoðorð hið forna. Nafnbreytingin þarf
engrar skýringar við, þareð vér vitum, að Hafliði Másson
hefir átt það. Sama máli gegnir um gefanda goðorðshluta
Melmanna. Þar er ekki öðrum til að dreifa en Hafliða
Mássyni, og með miklum líkindum má meira að segja
gera grein fyrir tildrögum goðorðsgjafarinnar.
í sögu Hafliða og Þorgilsar Oddasonar er tilefni stór-
c^eilna þeirra látið vera barsmíðar og víg lítt merkra
manna. Vel má vera, að í þessu hafi átyllan til ófriðarins
verið fólgin, en ekki lætur það að líkum, hve sættir gengu
trauðlega saman, ef engin veigameiri orsök hefir legið
til baráttunnar milli hinna ágætu höfðingja, sem nær
höfðu steypt landinu út í allsherjarborgarastyrjöld. Hitt
mun nser sanni, að undirrót óvináttunnar hafi verið átök
þeirra um mannaforræði á Ströndum og um vestanvert
Húnavatnsþing.
Þorvaldur Ásgeirsson á Ásgeirsá átti aðeins eina dótt-
ur barna. Goðorð hans mun því að honum látnum hafa
gengið til tengdasonarins ísleifs, sem síðar varð biskup.
Ef nokkuð má marka Bandamannasögu, fór Styrmir Þor-
geirsson á Ásgeirsá með Víðdælagoðorð um miðbik 11.
aldar.-;' Hann var frændi sona ísleifs biskups og mætti