Skírnir - 01.01.1937, Síða 77
Skírnir]
Goðorð forn og ný.
75
orðum, og að allir goðar hafi haft rétt til þeirra. Vér verð-
um að hafa hugfast, að í baráttu goðaættanna um þing-
mannasveitir hinna fornu goðorða hafa efalaust manna-
forræði einstakra goðorða verið þurrkuð út, svo að þau
hafa staðið berskjölduð eftir. Þannig hefir t. d. líklega
verið ástatt um goðorð Þorsteins ívarssonar og ýms goð-
orð önnur, sem voldugir höfðingjar hlutu að gjöf. Fyrir
þá, sem ekki gátu neytt goðorðsréttinda sinna sökum
mannfæðar, voru goðorðin verri en einskis nýt. Slík goð-
orð hefir síðar meir ekki verið auðvelt að greina frá for-
ráðsgoðorðunum.
Eftir umrót Sturlungaaldar hefir óefað oft reynzt
erfitt að henda reiður á því, hvað verið höfðu forn goð-
orð og ný, og hvort það voru heil goðorð eða goðorðshlut-
ur, sem gengið höfðu í einstökum ættum. En einmitt eftir
aS landið komst undir Noregskonung, hefir það orðið brýn
nauðsyn að greiða vefinn sundur. Höfðingjarnir kröfðust
Þess, að sýsluvöld væri veitt eftir því, hverjir það voru,
sem fyrrum höfðu gefið upp goðorðin. 37 Sá höfðingi, sem
gat eignað sér eða ætt sinni flest goðorð, hefir þá; að öðru
Jöfnu staðið bezt að vígi í valdastreitunni. Þessu atriði
wá ekki gleyma, þegar meta skal frásögn Njáluhöfundar
um Hvítanesgoðorðið.
Það má með sanni segja, að nefnd frásögn myndi kjarna
Njálssögu. Frá því er Höskuldur tók upp goðorðið og róg-
ar Hofverja hófst, snýst gjörvallt söguefnið um afleið-
mgar þess viðhorfs, sem skapazt hafði við stofnun hins
nýja fimmtardómsgoðorðs. Þrátt fyrir þetta fáum vér
ekkert að heyra um það, hvað orðið hafi um Hvítanes-
goðorðið að Höslculdi látnum. Vera má þó, að nokkur
bending sé gefin um þetta í niðurlagsorðum sögunnar.
Þá er höfundurinn hefir greint frá sætt Kára Sölmundar-
sonar og Flosa á Svínafelli, lýkur hann sögu sinni á þessa
teið: „Son Flosa var Kolbeinn, er ágætastur maður hefir
verið einn hverr í þeirri ætt“.
Það verður vitanlega ekkert fullyrt um það, hvort
Njáluhöfundur hafi haft Hvítanesgoðorðið í huga, þá er