Skírnir - 01.01.1937, Page 78
76
Goðorð forn og ný.
[ Skírni'-
hann skrifaði síðustu línur bókar sinnar, en nokkurn veg-
inn víst má telja, að Flosi Þórðarson hafi tekið við goð-
orðinu eftir dráp Höskuldar. Sjálfsagt er það fyrst og
fremst af þeim rökum, að hann hefir forustuna í vígsak-
armálinu fræga. Það stóð undir öllum kringumstæðum
hinum nýja Hvítanesgoða næst. Þess vegna er það senni-
legt, að Kolbeinn hafi hlotið goðorð þetta síðar og því
minnist höfundur Njálu hans í lok sögunnar.
Kolbeinn Flosason var lögsögumaður á árunum
1066—1071, og er ekki að efa, að hann hafi verið goðorðs-
maður og höfðingi mikill. Annars hefði Njáluhöfundur
varla kallað hann einn ágætasta manninn af Freysgyðl-
ingakyni. En nú er svo að sjá, sem hann hafi ekki hlotið
Svínfellingagoðorð eftir föður sinn, heldur hafi það kom-
izt í hendur Þorgeirs bróður Flosa. Til hans áttu Svín-
fellingagoðar ætt sína að rekja.38 Lítur þannig út fyrir
það, að sú sögn Njáluhöfundar eigi við söguleg rök að
styðjast, að Flosi hafi fengið Þorgeiri bróður sínum Svín-
fellingagoðorð í hendur, þá er brennumálið hófst.39
Samkvæmt innskotsgrein í Ljósvetningasögu var Sæ-
mundur fróði í Odda tengdasonur Kolbeins lögsögumanns
Flosasonar,40 en í Landnámu er tengdafaðir Sæmundar
sagður að vera Kolbeinn Flosason Valla-Brandssonar. Það
er nú út af fyrir sig harla ólíklegt, að uppi hafi verið sam-
tímis tveir höfðingjar sinn af hvorri ætt með fullu sam-
nefni og því mjög sjaldgæfu. Þegar svo þar við; bætist, að
þeir eru báðir taldir feður Guðrúnar konu Sæmundar
fróða, er ekki efi á, að hér er um einn og sama mann að
ræða, Kolbein lögsögumann Flosason Þórðarsonar.
í Hauksbók er ættartala Kolbeins Flosasonar furðu-
lega brjáluð. Verður það bezt ráðið af því, að Flosi faðir
hans og afi Guðrúnar konu Sæmundar fróða er talinn
maður Guðrúnar Þórisdóttur, stjúpdóttur Gissurar bisk-
ups ísleifssonar. Á síðarnefnd Guðrún að hafa verið amma
Guðrúnar Kolbeinsdóttur, en þær voru1 á líkum aldri. Vill-
an á bersýnilega rót sína að rekja til þess, að ættartölu-
ritarinn hefir skipað Flosa föður Kolbeins í sæti Flosa