Skírnir - 01.01.1937, Page 81
Skírnir]
Goðorð forn og ný.
79
tók við því Haraldur sonur hans, er síðan bjó í Odda.
Knúður af Þórði kakala varð hann árið 1249 ásamt Fil-
Jppusi á Hvoli bróður sínum að sigla á konungsfund og
»gáfu þeir þá upp goðorðin í vald Hákonar konungs“.48
Ker setning þessi því traust vitni, að þeir hafi átt sitt goð-
°rðið hvor og verður þá auðsætt, að goðorð Filippusar
hefir verið goðorð það, sem áður hafði átt Flosi prestur
Kjarnason, tengdafaðir hans.
Að sömu niðurstöðu komumst vér og, þegar rakinn er
ferill goðorða þeirra bræðra Orms Breiðbælings og Páls
biskups. Hið sama ár, sem Sæmundarsynir fóru á kon-
ungsfund, sigldi og Ormur goðorðsmaður Bjarnarson á
Kreiðabólsstað í Fljótshlíð. Hafði Þórður kakali flæmt
hann burt úr héraðinu. Er því varla efamál, að hann hafi
tarið utan í sömu erindagjörðum sem Sæmundarsynir,
þótt þess sé ekki beinlínis getið. Ormur átti Dalverjagoð-
°rð og hafði hlotið það í arf eftir Björn föður sinn, son
Þorvaldar í Hruna. Björn hafði átt Hallveigu, dóttur
Orms Breiðbælings, og tekið við Dalverjagoðorði eftir
yíg hans 1218. Fluttist Björn því til Breiðabólsstaðar.4!>
í*á bjó að ættleifð sinni, Skarði, Loftur sonur Páls
biskups. Hann var goðorðsmaður. Þótti Lofti það „þungt,
að Haukdælir hæfist þar til ríkis fyrir austan ár“. Urðu
nu brátt ýfingar og málaferli milli hans og Bjarnar, sem
ieiddu til þess, að Loftur hafði liðsöfnuð uppi og felldi
Hjörn í orustu á Breiðabólsstað árið 1221.
Afleiðing þessa atburðar varð öll önnur fyrir Loft en
vaenzt hafði verið. Á sáttafundinum út af vígsmálinu urðu
bær málalyktir, að Þorvaldur í Hruna „skyldi hafa sjálf-
dæmi, en menn allir lífs grið og lima. Loftur skyldi und-
an í fyrstu goðorð sitt og staðfestu og lengur en 3 vetur
utan að vera. En Þorvaldur skoraði það á mót, að Loftur
skyldi þegar ganga á vald þeirra“, og svo varð að vera,
sem Þorvaldur vildi.50
Frásögn þessi verður vart skilin á annan veg en að
^orvaldur hafi kúgað goðorðið af Lofti, enda kom Loft-
Ur aldrei eftir þetta í Rangárþing til langdvalar. Hann