Skírnir - 01.01.1937, Page 82
80
GoðorS forn og ný.
[ Skírnir
fluttist vestur á land til Hítardals, en Ketill Þorláksson,
tengdasonur Þorvaldar í Hruna, keypti Skarð. Bjó Ketill
þar um hríð og hefir eflaust farið með goðorðið í trausti
Haukdæla.
Frá því málum þessum lauk og þar til landsmenn
gengu Noregskonungi á hönd, hafa Haukdælir átt helm-
ing goðorða í Rangárþingi. Eru það Dalverjagoðorð og sá
partur af goðorði Sighvatarniðja, sem Páll biskup og
Loftur sonur hans höfðu átt. Mætti með réttu kalla goð-
orð þetta Skarðverjagoðorð til aðgreiningar frá hinum
goðorðshlutanum, Hvítanesgoðorðinu.
Eftir að Ketill Þorláksson fór frá Skarði, flutti þang-
að Andrés Sæmundarson, sem áður hafði búið í Eyvindar-
múla. Er ljóst, að hann hefir einnig tekið við mannafor-
ræði Ketils. En víst er um það, að bæði Andrés og Þórður
sonur hans hafa farið með Skarðverjagoðorð í umboði
Gissurar Þorvaldssonar. Veittu þeir feðgar Gissuri lið,
þegar mest reið á og jafnvel gegn ættingjum sínum.51
Sökum þessarar trúnaðarafstöðu Þórðar til Gissurar, hef-
ir jarl tekið harðar á honum eftir uppreisnina 1264 en
öðrum Oddaverjum.
Svo er sagt, að þá er Sæmundarsynir höfðu gefið
goðorð sín á vald konungs árið 1250, hafi hann veitt þeim
bræðrum orlof til íslands og fengið þeim í hendur „ríki
sitt“ aftur. Kvaðst Hákon konungur „skyldu auka sæmd
þeirra“, en til þess kom ekki. Á heimleiðinni drukknuðu
bræðurnir báðir 1251.62 Tveimur vetrum fyrr höfðu þeir
Þórarinssynir frá Valþjófsstöðum mægzt Oddaverjum.
Gekk Þorvarður að eiga Sólveigu, dóttur Hálfdánar á
Keldum, en Oddur Randalín Filippusdóttir á Hvoli. Hefir
nú Oddur tekið við Hvítanesgoðorðinu. Gerði hann ári
síðar Hrana Koðránsson sekan skógarmann fyrir þriggja
ára gamla misgjörð við Filippus Sæmundarson. Árið 1255
féll Oddur frá og komust eignargoðorð hans þá í hendur
Þorvarðar Þórarinssonar, en hann mun hafa falið Lofti
Hálfdánarsyni mági sínum meðför Hvítanesgoðorðs. Þor-
varður bjó um þessar mundir austur að Hofi í Vopnafirði