Skírnir - 01.01.1937, Page 84
82
Goðorð forn og ný.
[Skírnir
Njáluhöf. virðist hafa verið manna fjölfróðastur um
hina fornu goðorðaskipun, þó sérstaklega á Austurlandi. Þar
þekkir hann náið allar hinar fornu goðaættir. Það er þess
vegna furðulegt, að hann skuli ekki sækja dæmi sín um
„fimmtardómsgoðorð“ þangað. í stað þess velur höfund-
urinn auk Melmannagoðorðs, sem hann hefir lesið um í
Bandamannasögu, Laufæsinga- og Hvítanesgoðorð. Með
kenningu sinni um eðli og uppruna nefndra goðorða tvö-
faldar Njáluhöfundur gildi þeirra við úthlutun sýslu-
valda. Ekki þarf þetta þó beinlínis að hafa verið gert gegn
betri vitund. Athyglisvert er það samt, að Þorvarður Þór-
arinsson og nánustu venzlamenn hans áttu goðorðin og
kepptu við aðra höfðingja um völd bæði í Eyjafirði og
Rangárþingi. En á Austurlandi réð Svínfellingaætt ein
öllu, er líða tók á 13. öld.
Hvernig sem þessu annars er varið, má slá því föstu,.
að frásögn Njálu um „fimmtardómsgoðorðin“ fái í engu
haggað þeirri mynd, sem Grágásarlög gefa oss af hinni
fornu goðorðaskipun. Og þótt Svínfellingurinn Þorvarð-
ur Þórarinsson, sem sjálfsagt hefir verið fróður um hina
fornu goðorðaskipun, muni vera höfundur Njálssögu,57 vex
ekki sannleiksgildi umræddrar frásagnar, heldur þvert á
móti.
Heimildir.
1) Grág. I a, 77.
2) Grág., I a, 38.
3) Grág. I a, 206.
4) Landnáma (útg. 1900), 96.
5) Grág. I a, 141.
6) íslendingabók, 8. kap.
7) íslendingabók, 5. kap.
8) Grág. 1 a, 211.
9) íslendingabók, 10. kap.
10) Grettis saga, íslenzk fornrit VII, 230.
11) Grág. I a, 213—15.
12) Hænsa-Þóris saga, íslenzk fornrit III, 39. Sbr. Die Quellen-
zeugnisse, bls. 82—83.
13) Grág. I a, 45.
14) Bandamanna saga, íslenzk fornrit VII, 300—301.